3/23/2005

Páskar

Páskar að mæta og mín ástkæra eiginkona ætlar til Akureyrar fram á laugardag. Ég mun læra eins mikið og ég get. Sennilegt að ég þurfi að vinna aðeins á morgun en það er allt í lagi þannig lagað, þetta er vani hérna. Það er orðið opinbert að ég er að færa mig til í starfi og er ég mjög glaður að fá tækifæri til að takast á við ný verkefni. Hvenær það mun gerast er ekki komið á hreint en það verður sennilega fljótlega. Annars hef ég nóg af verkefnum í dag til að moða úr, svo þarf ég að hitta Hjördísi áður en hún leggur af stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home