3/03/2005

Símafyrirtækin.

Nú er hálftími í að aldan skelli á mér og ég sé fram á að vera hér til 23:00 í kvöld. Þetta verður törn í dag og á morgun og ég skal ná að vinna af mér laugardaginn, það kemur ekki til greina að taka annan laugardag í vinnu í sama mánuðinum. Annars þokkalegur og gerði stórverk í gær sem félst í því að skipta úr Vodaphone yfir í Símann. Þetta skilar því að ég ætti að spara peninga, einnig var mér sagt að hringja í eitthvað 11hundruð númer áður en ég hringi í félagana í útlöndum því þá sé ég að græða helling líka, er farinn að spá í hvað ég eigi að gera við alla þessa peninga sem ég kem til með að græða. Númerið kemur til með að vera hið sama og breytingar munu verða eftir níu daga, sennilega til að hægt sé að senda upplýsingarnar til Kauphallarinnar. Er ekki búin að sjá neitt um þetta í blöðunum en það kemur sennilega að því. Annars gerði ég þetta aðallega til að geta verið gjaldgengur í rifrildi um grunnet símans og sölu á því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home