10/30/2004

Helgarfrí.

Skelltum okkur í sund í gær, þvílík snilld. Vinnuvikan enn einu sinni skilin eftir í gufubaði Laugadalslaugarinnar. Hjördís minntist á hvað gerðist eftir það í matarhorninu en ég skellti mér síðan í hugvekju, hitti Helga og Óskar og við brunuðum og fengum okkur kaffi í miðbæ Reykjarvíkur. Spjallið var allt frá því að vera hástemmt niður í bíla og forrit, fundum engar lausnir þannig lagað en kókið var gott. Ég var kominn heim fyrir klukkan tólf og settist aðeins í sófann til að athuga hvað ég væri lengi að sofna þar. Þetta tók sirka tólf mínútur þá rak ég okkur inn í rúm. Ég vaknaði klukkan átta í morgun og ætlaði að fara að reka okkur í vinnunna en það var ekkert vel tekið í það og ég áttaði mig snögglega á því að ég var eini maðurinn í íbúðinni sem var að fara á fætur.
Spænskar sagnir líktust lélega teiknuðum fígúrum í slow motion til að byrja með en kaffi og sígó breyttu þeim þó snögglega í vel meintar athafnir frá hinum spænskumælandi heimi. Ég er að hætta að læra núna og fara að laga til, hlaupa, kaupa í matinn, setja í þvottavél, elda og hafa það sem allra best.
Ég minni á snilldarmynd á stöð eitt í kvöld, being John Malkovich klukkan 23:15.
Að einhverjum skildi detta þetta í hug, sögurþráðurinn er ótrúlegur, hvað þá að hugmyndin skyldi verða að bíómynd.
Fékk e-mail frá félaga í Stokkhólmi, hann virðist alveg vera að slá í gegn þarna, minnir mig bara á það hvað gott var að vera þarna........

10/29/2004


Burn down the disko

Man eftir því í gamla daga þegar tónlistin ómaði úr herbergi systir minnar sem er 7 árum eldri en ég. Ég var svo heppinn að kynnast Bowie snemma þar sem hann var í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Það er einfaldlega til svo mikið af snilldartónlist sem gerir svo mikið fyrir sálartetrið.
Ég og Hjördís fórum í agakeppni í morgun þar sem klukkan byrjaði að gala klukkan 06:00, þetta var ákveðið í gær og stefnan sett á að byrja daginn snemma. Ég var kominn í vinnuna vel fyrir klukkan 07:00 og gat þar af leiðandi sinnt helling af verkum við undirspil Muse. Ég keyrði græjurnar alveg í 11 og sat svo og skráði, drakk kaffi og dillaði mér. Þetta er rakin snilld sem verður að gerast oftar, kannski verður þetta ný föstudagregla á mínu heimili.

Þetta með tónlistina hér á undan er pæling sem ég var að hugsa um í morgun vegna þess að ég verður stundum hrærður þegar að góð tónlist er í gangi. Hvar væri maður ef að ekki væri nein tónlist, minnir mig á að segja ykkur HÆTTIÐ að stela tónlist.

10/28/2004

Ég minni á Alias í kvöld.




ARTIST:
Strauss
Google.

Var að lesa að Google hefði reddað blaðamanni frá Ástralíu sem lenti í klóm mannræningja í Írak. Þetta var á vef BBC, ég ákvað að Googla sjálfan mig og sé að ég er kominn yfir alnafna minn sem að er með Íslensku Elvis síðuna, ég verð að opna eina Diet Coke árgerð 56 í þessu tilefni. Takk fyrir mig....

10/27/2004

Það sem gerist í nótt.

Minni á tunglmyrkva í nótt, verð að vísu sofandi..

10/26/2004

Aftur að hversdagslega brjálæðinu.

Ég er að koma aftur eftir að hafa brugðið mér í hlutverk trommara í smá stund, nei ég er að átta mig á að ég þarf að vera mjög duglegur næstu vikur og læra gríðarlega mikið.
Í nótt dreymdi mig að ég var næstum því drepinn, það var einhver sem að skaut mig með byssu og mér blæddi næstum út. Ég komst þó undir læknishendur og þessu var reddað á síðustu stundu, samt var þetta frekar óþægilegur draumur þar sem að blóðið sprautaðist úr sárinu og ég var orðin hálf máttlaus í fótunum. Ég vaknaði svo og áttaði mig á að ég var að drepast í báðum hnjánum, hvaða rugl er þetta. Ég er að hugsa um að hefna þessa ódæðis næstu nótt og vera þá með byssu sjálfur. Það hlýtur að vera hægt að tengja þetta hugleikjum og græja sig upp í huganum áður en svefninn dettur í gang. Kannski ætti ég að vera í skriðdreka frekar, annars er orðið skriðdreki mjög flott og er ég búin að ákveða að mæta í honum.
Það er skítkallt í borginni í dag, veit ekki hvernig þetta verður í framhaldi en það er þó fallegt gluggaveður.

10/24/2004

Tónleikarnir.


Tónleikarnir heppnuðust vel í gærkveldi og allir voru nokkuð sáttir. Ég stal hérna nokkrum myndum sem eru á heimasíðu bandsins.

Sessionspilararnir Sölvi og Steini fá þúsund þakkir frá okkur, þeir stóðu sig eins og hetjur enda eru þetta magnaðir tónlistarmenn báðir tveir. Sölvi mun hverfa á vit ævintýra í köben þar sem hann mun eiga lögheimili um áramót en Steini er að leggja af stað til Stokkhólms þar sem hann á heimili ásamt einhverjum félögum...






10/22/2004

Það sem að gerðist í gær..

Fórum með Frikkx og Súsönnu út að borða í gærkveldi og skemmtum okkur vel. Við ákváðum að fara á grænmetisstað og Á næstu grösum varð fyrir valinu, fengum fínan mat og allir sáttir. Hittum 2/5 af hljómsveitinni á staðnum þar sem að þau voru að næra sig fyrir concert í gærkveldi. Hjálmar voru að spila í Iðnó að ég held og virtust þau vera nokkuð hress. Eftir matinn kíktum við í heimsókn til Lindu og Ása þar sem að ég sá leikföngum í fyrsta skipti sópað út í horn, mikil tækni hjá Ása sem að lærist sennilega ekki nema að eiga að minnsta kosti tvö börn. Við sátum og spjölluðum í dágóða stund en ég og Hjördís vorum að verða þreitt þar sem að við erum þannig stillt að eftir 22:30 þá verðum við ekki húsum hæf sökum þreytu og geisps. Þessari stillingu er ekki hægt að breyta nema að við segjum störfum okkar lausum og förum að sofa fram á hádegi. Þetta var mögnuð kvöldstund og gaman að brjóta þetta aðeins upp. Ég tók eftir því að það er greinilega nóg að gerast í kringum Airwaves þar sem að slatti af fólki var í bænum, allavega ætlaði Peugeotinn aldrei að finna stæði handa okkur.

10/20/2004

Hjördís alltaf í te drykkju...

Veðurfréttir.

Rod Stewart tekur kossa fram yfir kynlíf.....hann tók líka hárgreiðsluna fram yfir æruna...
Veðurfréttir.

Bannað að framleiða Hitler...........framleiðið þá Davíð.....
Veðurfréttir..

Ísland í hópi óspilltustu ríkja heims...........yehhhhhhhh right.....
Tónleikarnir..

Hljómsveitin æfði í gær og það voru einhverjir smá hnokrar á sumum stöðum en annað gekk vonum framar. Við munum spila á Bar 11 á laugardagskvöldið og þar munu einnig koma fram einhverjir DJ´ar. Það verður forvitnilegt að vita hvernig þetta kemur út en ég er fullur bjartsýni um að þetta verði rokk. Staðurinn er rokkaður en frekar lítill, við munum spila þarna á annari hæð og það verður sennilega frekar þröngt um manninn. Þetta er frekar flókið samspil þar sem að við erum að spila með fyrirfram ákveðnum hljóðum úr tölvunni hans Frikka. Steini gítarleikari kemur úr hinni heitu hljómsveit Hjálmum og Sölvi bassi er í Hljómsveitinni Nimbus. Þetta er búið að vera frekar skemmtilegt og vonandi verður þetta fínasti concert..........
Hér er smá info um bandið..
October 2000 Lo-Fi played under the artist name Nano at the Icelandic Airwaves Festival in Reykjavik, supported by three musicians: the gifted female singer Esther, guitarist Björn Þór, and drummer Magnús Rúnar.
Desember 2002 Lo-Fi released the CD "Fragment of Nightsongs", a CD that was distributed in Spain (200 copies). "Fragment of Nightsongs" had songs from Nightsongs(sueño sobre mariposa muerta) and Nano, in word of Lo-Fi: "Fragment of Nightsongs is litle bit like Animatrix (Nano 1.5)"
May 2003 F-COMMUNICATION included the Song "Nightsong" for their annual compilation "Megasoft Office 2003", artists like Jori Hulkkonen, Arvil, AlexKid, The Youngsters, Scan X are included on the album
May 2004 The video for Angel04(sleeping in the water) released on the Lo-Fi web.
Jun 2004 Two new members came into Lo-Fi, Esther Jökullsdóttir and Magnús Rúnar.
2005 Nightsongs(sueño sobre mariposa muerta) sceduled.
Live Lo-Fi is:
Þorstein Einarsson guitarist of Hjálmar
Sölva Kristjánssonar bassplayer of Forgotten Lores
Frikkx
Magnús Rúnar
Esther Jökullsdóttir
IKEA málið.
Hvað er þetta með mig og fyrirtæki sem að ég versla við. Ég er nýbúin að fá lendingu í Útilífsmálinu og þá kemur bara eitthvað annað. Ég fór í skífuna á föstudagskvöldið og keypti mér nýju REM plötuna, fór svo heim og ætlaði að spila diskinn og þá var engin diskur í hulstrinu. Þetta er eitthvað skrýtið með mig þessa daganna og ég fór aftur niður í skífu og fékk disk sem að var ekkert mál. Þá er það IKEA, nýjasta málið sem að ég stend í . Ég fór og verslaði kommóðu fyrir svefnherbergið og fór með hana heim og ætlaði að skrúfa hana saman. Það sem að skeði þar var að platan sem að fer ofan á var marin þannig að ég þurfti að hringja í IKEA og þeir sögðu mér að koma með hana og þeir ætluðu að skoða þetta. Ég fer á staðinn og er sendur hornanna á milli ég endurtek, hornanna á milli ( sirka 1,5 km í labb og 45 mín í bið ( upptekinn einstaklingur verður að vera í jöfnunni)) svo kom hið gullna svar "kommóðan er ekki til lengur", ég heimtaði verlsunarstjórann á staðinn og spurði hvernig hann ætlaði að leysa þetta mál. Ég fékk þau svör að ég þyrfti að bíða einn dag eftir að hún kæmi aftur. Ég fékk svo hringingu daginn eftir og platan var klár og 15% afsláttur gefin á staðnum, nota bene ég þurfti að fara fram á þennan afslátt sökum þess að ég tolera það ekki að vera sendur út um allt til að leiðrétta einhverja hluti sem að búðin á svo sannarlega sjálf að gera. Þetta er þolanleg niðurstaða í þessu IKEA máli, spurningin mín er sú, hvað verður það næst.

10/17/2004

Blindsker..

Fór og hitti Rögnvald gáfaða á Bleiku dúfuna á föstudaginn tómhentur þar sem að ég fann ekki diskinn sem að ég ætlaði að láta hann fá. Tómhentur fékk ég mér samt kaffi og við fórum yfir ferilinn og hlógum óskaplega. Föstudagurinn var reyndar allur hinn besti og skolaði ég vinnuvikuna af mér í laugardagslauginni með Hjördísi eftir kvöldmat. Frikki BCN mætti frá Barcelona og við fengum okkur sígó um miðnætti þar sem að hann gistir í næstu götu. Við Frikki héldum svo af stað niður í æfingarhúsnæði upp úr 11 í gærmorgun. Það var nokkuð ströng æfing í gær þar sem að allir voru loksins mættir. Það er ekki létt að fá 5 einstaklinga til að hittast á sama tíma í þessum tilgangi upp úr hádegi á laugardegi en það gekk samt nokkuð vel. Ég og Hjördís skelltum okkur á myndina um hann Bubba kallinn í gærkveldi, Blindsker. Þetta er alveg þrususkemmtileg mynd sem að allir ættu að sjá. Bubbi er einfaldlega kóngurinn, þvílíkur ferill hjá þessum kappa sem að hefur nánast ekkert annað gert en að brasa í tónlist. Eftir þessa bíóferð þá malaði maður í sófanum fram yfir miðnætti og fór svo að sofa. Í dag er það svo önnur æfing og svo slakar maður á.

10/15/2004

Útilífsmálið.

Átti samtal við Útilíf í morgun og setti fram nýjar kröfur í málinu. Viðmælandi þurfti að ráðfæra sig við sína yfirmenn og niðurstaðan er mér í hag. Málið er það að nýjasta útspil þeirra í þessu máli gerir það að verkum að ég mun versla við þau áfram og mun mæla með þessari verslun þar sem að þau eru að reyna að gera góða hluti.

10/14/2004

Merkilegt,,

Djöfull hef ég verið slappur að blogga. Hvað er það sem að veldur, sennilega ekki neitt sérstakt nema hvað ég er búin að vera andlaus ( laus við anda ) minnir mig á það að Rögnvaldur gáfaði ætlar að hitta mig á morgun, minnir mig líka á það að ég á eftir að brenna Hún Andar diskinn. Jæja það reddast allt saman. Er að klára vinnudaginn sem að klárast aldrei og held á leið í skólann. Ég á skila verkefni þar og er mættur með það í töskunni, vona að tíminn fari ekki í slides mynda show eins og síðast. Það er ekkert spennandi að koma í skólann eftir erfiðan vinnudag og setjast í myrkrið og horfa á slidesmyndir af Rómarborg. Það er þá skárra að vinna aðeins meira og kaupa sér flugmiða til Rómar og skoða þetta með eigin augum. Þegar að ég og Hjördís brunuðum um Ítalíu þá ákváðum við að geyma Róm til seinni tíma því að það er svo mikið að skoða þar. Við höfum ekki enn farið í ferðina en það verður gert fyrr en seinna.
Aha Svíþjóð-Ísland í gær, sennilega kristallaðist munurinn á þjóðunum á 20 mínútna parti þar sem að Svíar völtuðu yfir landann. Hverjum dettur í hug að við höfum átt séns, það hefði aldrei gerst að Svíar hefðu komið alla leið hingað til að tapa fótboltaleik.
Kennaraverkfallið er í hnút sem að bundin hefur verið af skáta númer eitt, ekki hægt að losa hann.
Ég verð að segja þetta gott í bili...............

10/11/2004

Dagurinn

Dagurinn er góður las ég í einhverju blaði, get ekki sagt til um það sjálfur sökum þreytu...

10/10/2004

Helgin.
Helgin hefur liðið eins og taktfastur tékkneskur traktor. Það hefur verið brjálað að gera. Laugardagur fór af stað um klukkan níu þar sem að hafist var handa við gerð skýrslu um fíkniefnabrot á Íslandi. Þegar að komið var fram yfir hádegi þá fórum við Hjördís að versla afmælisgjafir því framundan voru tvo stykki afmælisveislur og með annari þá var einnig innflutningspartý. Fyrra afmælið var hjæa Halldóri Óla frænda Hjördísar, það var aldeilis fínt og þvílíkar kræsingar í boðinu. Seinna afmælið var hjá Kötlu hans Árna, þar var einnig innflutningsveisla þar sem að þau voru að flytja inn í Grandaveg 7. Það voru kræsingar þar á borðum og við höfðum mjög gaman af þessu. Við vorum svo heima það sem eftir var af kvöldinu og fórum að sofa fyrir miðnætti. Í morgun vaknaði ég klukkan átta og var búin að senda frá mér skýrsluna rétt fyrir hádegi, það var mikill léttir að senda þetta yfir í pósthólf kennara míns sem að skoðar þetta sennilega á morgun.
Það var komið hádegi á sunnudegi og allt rétt að byrja, sturtan, þvotturinn og fara að versla í matin fyrir vikuna. Ég fór svo á hljómsveitaræfingu klukkan eitt, já ég sagði hljómsveitaræfingu. Nú var komið að því að reyna að stilla saman strengi svo að eki komi bara óhljóð þegar að við spilum á Airwaves hátíðinni. Þetta var mjög gaman og Sölvi verður á bassanum og Stokkhólms Steini verður á gítar, Esther syngur að sjálfsögðu og svo kemur heilinn frá Barcelona á föstudaginn. Frikki er semsagt búin að panta flug og þetta er allt að gerast. Það verður gaman þegar að þetta smellur saman um næstu helgi. Við fáum afnot af smíðaverkstæði gullsmiðsins sem að er út á sjó. Þetta verður vonandi brillíant.................
Aðalpunkturinn var þó Risottóið sem að Hjördís bjó til áðan, gjörsamlega algjör hreinasta snilld...............................

10/07/2004

Höfuðverkurinn.

Jæja hvað er að gerast. Það er kennaraverkfall ennþá og maður sér reglulega lítið fólk í fylgd með foreldrum sínum á skrýtnustu tímum þ.e á daginn. Höfuðverkurinn þessa daga eru verktakar sem eru að vinna í vegaframkvæmdum í höfuðborginni þessa daganna. Það er eitt sem að þessir blessaðir menn eru að gleyma, það er að láta mann vita tímanlega að það séu lokaðar götur þar sem að þeir eru að vinna. Maður kemst alltaf að þessu þegar að maður er næstum búin að keyra niður lokað skilti. Það virðist engin vera að fylgjast með að hlutirnir séu í lagi. Í Sverige fékk ég hláturkast þegar að verið var að vinna við einhverja holu fyrir framan strætóskýlið þar sem að ég tók vagninn. Þetta var ekki stór hola en það var eins og það væri verið að undirbúa komu forsetaflugvélar í götunni. Það var allt upplýst, sjálflýsandi keilur og hlið um allt og starfsmenn í sjálflýsandi fötum þannig að í fystu hélt ég að það væru komnar geimverur í Bromma. Svona á þetta að vera, maður á ekki á hættu að detta ofan í holuna eins og hérna á Íslandi. Það var eins þegar að götur voru lokaðar þá var hægt að sjá það löngu fyrirfram, en það er aldrei þannig hér á landi. Gott dæmi er þegar að verið var að byggja brýrnar í mjóddinni. Þá lokuðu menn stundum einni af þremur akgreinum en létu ekkert vita fyrr en að ökumenn komu allt í einu að lokuninni. Þetta skapaði slysahættu og umferðarteppu sem að hefði getað endað illa. Nú er verið að taka í gegn götur í Hafnarfirði þar sem að fólk keyrir til Keflavíkur, þar eru keilur um allt en þær eru einungis til að merkja á hvað vegahelming fólk á að keyra. Það eru engin viðvörunarljós og nýja hringtorgið er óupplýst. Það er skömm að þessu..

10/05/2004

Staðan.....
Ég hef verið á hvolfi síðustu daga, ég er að reyna að vera bara í því ástandi og líta á það sem norm í einhverjar vikur. Ég hef nóg að gera í skólanum og svo er komið að því að ég spili á Arwaves með Frikkx og Co. Ég hef ekki spilað opnberlega síðan á tímum forn grikkja þannig að ég er nokkuð spenntur. Bandið er klárt en það þarf víst að æfa það eitthvað. Það verður fyndið að sjá hvað mikill tími finnst hjá öllum þessum einstaklingum sem að eru svipað upptekinn og ég. Hvað um það, nú er þetta ákveðið og það verður bara að gera það besta úr þessu.
Hjördís mín á afmæli í dag og ég óska henni innilega til hamingju með daginn.




10/01/2004

Jói og bílanammið.

Lítill manískur drengur situr nú heima hjá sér og reynir að minnka lærdómsfjallið sitt. Vaknaði ekki alveg nógu snemma og fékk svo frænda sinn í heimsókn. Já hver hefði trúað því að Jói myndi detta inn í morgunkaffi. Jói er í hlutverki sjómanns í landi í dag og hann var ferskur. Við drukkum kaffi og átum bílanammi í einn og hálfan tíma og af þeim sökum get ég varla slegið þessi orð inn. Það er kaffi og sykurskjálfti í mér núna. Hjördís er að koma á morgun frá Osló og ég á eftir að gera fínt heima, það er samt allt fínt heima. Við erum að fara á árhátíð annað kvöld og það er skyldumæting þar sem að ég lét plata mig í stjórn starfsmannafélagsins. Núna ætla ég að reyna að skipuleggja daginn svo að ég missi ekki vitið yfir litlum lúxusverkefnum.