10/07/2004

Höfuðverkurinn.

Jæja hvað er að gerast. Það er kennaraverkfall ennþá og maður sér reglulega lítið fólk í fylgd með foreldrum sínum á skrýtnustu tímum þ.e á daginn. Höfuðverkurinn þessa daga eru verktakar sem eru að vinna í vegaframkvæmdum í höfuðborginni þessa daganna. Það er eitt sem að þessir blessaðir menn eru að gleyma, það er að láta mann vita tímanlega að það séu lokaðar götur þar sem að þeir eru að vinna. Maður kemst alltaf að þessu þegar að maður er næstum búin að keyra niður lokað skilti. Það virðist engin vera að fylgjast með að hlutirnir séu í lagi. Í Sverige fékk ég hláturkast þegar að verið var að vinna við einhverja holu fyrir framan strætóskýlið þar sem að ég tók vagninn. Þetta var ekki stór hola en það var eins og það væri verið að undirbúa komu forsetaflugvélar í götunni. Það var allt upplýst, sjálflýsandi keilur og hlið um allt og starfsmenn í sjálflýsandi fötum þannig að í fystu hélt ég að það væru komnar geimverur í Bromma. Svona á þetta að vera, maður á ekki á hættu að detta ofan í holuna eins og hérna á Íslandi. Það var eins þegar að götur voru lokaðar þá var hægt að sjá það löngu fyrirfram, en það er aldrei þannig hér á landi. Gott dæmi er þegar að verið var að byggja brýrnar í mjóddinni. Þá lokuðu menn stundum einni af þremur akgreinum en létu ekkert vita fyrr en að ökumenn komu allt í einu að lokuninni. Þetta skapaði slysahættu og umferðarteppu sem að hefði getað endað illa. Nú er verið að taka í gegn götur í Hafnarfirði þar sem að fólk keyrir til Keflavíkur, þar eru keilur um allt en þær eru einungis til að merkja á hvað vegahelming fólk á að keyra. Það eru engin viðvörunarljós og nýja hringtorgið er óupplýst. Það er skömm að þessu..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home