10/29/2004


Burn down the disko

Man eftir því í gamla daga þegar tónlistin ómaði úr herbergi systir minnar sem er 7 árum eldri en ég. Ég var svo heppinn að kynnast Bowie snemma þar sem hann var í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Það er einfaldlega til svo mikið af snilldartónlist sem gerir svo mikið fyrir sálartetrið.
Ég og Hjördís fórum í agakeppni í morgun þar sem klukkan byrjaði að gala klukkan 06:00, þetta var ákveðið í gær og stefnan sett á að byrja daginn snemma. Ég var kominn í vinnuna vel fyrir klukkan 07:00 og gat þar af leiðandi sinnt helling af verkum við undirspil Muse. Ég keyrði græjurnar alveg í 11 og sat svo og skráði, drakk kaffi og dillaði mér. Þetta er rakin snilld sem verður að gerast oftar, kannski verður þetta ný föstudagregla á mínu heimili.

Þetta með tónlistina hér á undan er pæling sem ég var að hugsa um í morgun vegna þess að ég verður stundum hrærður þegar að góð tónlist er í gangi. Hvar væri maður ef að ekki væri nein tónlist, minnir mig á að segja ykkur HÆTTIÐ að stela tónlist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home