Aftur að hversdagslega brjálæðinu.
Ég er að koma aftur eftir að hafa brugðið mér í hlutverk trommara í smá stund, nei ég er að átta mig á að ég þarf að vera mjög duglegur næstu vikur og læra gríðarlega mikið.
Í nótt dreymdi mig að ég var næstum því drepinn, það var einhver sem að skaut mig með byssu og mér blæddi næstum út. Ég komst þó undir læknishendur og þessu var reddað á síðustu stundu, samt var þetta frekar óþægilegur draumur þar sem að blóðið sprautaðist úr sárinu og ég var orðin hálf máttlaus í fótunum. Ég vaknaði svo og áttaði mig á að ég var að drepast í báðum hnjánum, hvaða rugl er þetta. Ég er að hugsa um að hefna þessa ódæðis næstu nótt og vera þá með byssu sjálfur. Það hlýtur að vera hægt að tengja þetta hugleikjum og græja sig upp í huganum áður en svefninn dettur í gang. Kannski ætti ég að vera í skriðdreka frekar, annars er orðið skriðdreki mjög flott og er ég búin að ákveða að mæta í honum.
Það er skítkallt í borginni í dag, veit ekki hvernig þetta verður í framhaldi en það er þó fallegt gluggaveður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home