10/14/2004

Merkilegt,,

Djöfull hef ég verið slappur að blogga. Hvað er það sem að veldur, sennilega ekki neitt sérstakt nema hvað ég er búin að vera andlaus ( laus við anda ) minnir mig á það að Rögnvaldur gáfaði ætlar að hitta mig á morgun, minnir mig líka á það að ég á eftir að brenna Hún Andar diskinn. Jæja það reddast allt saman. Er að klára vinnudaginn sem að klárast aldrei og held á leið í skólann. Ég á skila verkefni þar og er mættur með það í töskunni, vona að tíminn fari ekki í slides mynda show eins og síðast. Það er ekkert spennandi að koma í skólann eftir erfiðan vinnudag og setjast í myrkrið og horfa á slidesmyndir af Rómarborg. Það er þá skárra að vinna aðeins meira og kaupa sér flugmiða til Rómar og skoða þetta með eigin augum. Þegar að ég og Hjördís brunuðum um Ítalíu þá ákváðum við að geyma Róm til seinni tíma því að það er svo mikið að skoða þar. Við höfum ekki enn farið í ferðina en það verður gert fyrr en seinna.
Aha Svíþjóð-Ísland í gær, sennilega kristallaðist munurinn á þjóðunum á 20 mínútna parti þar sem að Svíar völtuðu yfir landann. Hverjum dettur í hug að við höfum átt séns, það hefði aldrei gerst að Svíar hefðu komið alla leið hingað til að tapa fótboltaleik.
Kennaraverkfallið er í hnút sem að bundin hefur verið af skáta númer eitt, ekki hægt að losa hann.
Ég verð að segja þetta gott í bili...............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home