10/30/2004

Helgarfrí.

Skelltum okkur í sund í gær, þvílík snilld. Vinnuvikan enn einu sinni skilin eftir í gufubaði Laugadalslaugarinnar. Hjördís minntist á hvað gerðist eftir það í matarhorninu en ég skellti mér síðan í hugvekju, hitti Helga og Óskar og við brunuðum og fengum okkur kaffi í miðbæ Reykjarvíkur. Spjallið var allt frá því að vera hástemmt niður í bíla og forrit, fundum engar lausnir þannig lagað en kókið var gott. Ég var kominn heim fyrir klukkan tólf og settist aðeins í sófann til að athuga hvað ég væri lengi að sofna þar. Þetta tók sirka tólf mínútur þá rak ég okkur inn í rúm. Ég vaknaði klukkan átta í morgun og ætlaði að fara að reka okkur í vinnunna en það var ekkert vel tekið í það og ég áttaði mig snögglega á því að ég var eini maðurinn í íbúðinni sem var að fara á fætur.
Spænskar sagnir líktust lélega teiknuðum fígúrum í slow motion til að byrja með en kaffi og sígó breyttu þeim þó snögglega í vel meintar athafnir frá hinum spænskumælandi heimi. Ég er að hætta að læra núna og fara að laga til, hlaupa, kaupa í matinn, setja í þvottavél, elda og hafa það sem allra best.
Ég minni á snilldarmynd á stöð eitt í kvöld, being John Malkovich klukkan 23:15.
Að einhverjum skildi detta þetta í hug, sögurþráðurinn er ótrúlegur, hvað þá að hugmyndin skyldi verða að bíómynd.
Fékk e-mail frá félaga í Stokkhólmi, hann virðist alveg vera að slá í gegn þarna, minnir mig bara á það hvað gott var að vera þarna........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home