10/20/2004

IKEA málið.
Hvað er þetta með mig og fyrirtæki sem að ég versla við. Ég er nýbúin að fá lendingu í Útilífsmálinu og þá kemur bara eitthvað annað. Ég fór í skífuna á föstudagskvöldið og keypti mér nýju REM plötuna, fór svo heim og ætlaði að spila diskinn og þá var engin diskur í hulstrinu. Þetta er eitthvað skrýtið með mig þessa daganna og ég fór aftur niður í skífu og fékk disk sem að var ekkert mál. Þá er það IKEA, nýjasta málið sem að ég stend í . Ég fór og verslaði kommóðu fyrir svefnherbergið og fór með hana heim og ætlaði að skrúfa hana saman. Það sem að skeði þar var að platan sem að fer ofan á var marin þannig að ég þurfti að hringja í IKEA og þeir sögðu mér að koma með hana og þeir ætluðu að skoða þetta. Ég fer á staðinn og er sendur hornanna á milli ég endurtek, hornanna á milli ( sirka 1,5 km í labb og 45 mín í bið ( upptekinn einstaklingur verður að vera í jöfnunni)) svo kom hið gullna svar "kommóðan er ekki til lengur", ég heimtaði verlsunarstjórann á staðinn og spurði hvernig hann ætlaði að leysa þetta mál. Ég fékk þau svör að ég þyrfti að bíða einn dag eftir að hún kæmi aftur. Ég fékk svo hringingu daginn eftir og platan var klár og 15% afsláttur gefin á staðnum, nota bene ég þurfti að fara fram á þennan afslátt sökum þess að ég tolera það ekki að vera sendur út um allt til að leiðrétta einhverja hluti sem að búðin á svo sannarlega sjálf að gera. Þetta er þolanleg niðurstaða í þessu IKEA máli, spurningin mín er sú, hvað verður það næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home