10/10/2004

Helgin.
Helgin hefur liðið eins og taktfastur tékkneskur traktor. Það hefur verið brjálað að gera. Laugardagur fór af stað um klukkan níu þar sem að hafist var handa við gerð skýrslu um fíkniefnabrot á Íslandi. Þegar að komið var fram yfir hádegi þá fórum við Hjördís að versla afmælisgjafir því framundan voru tvo stykki afmælisveislur og með annari þá var einnig innflutningspartý. Fyrra afmælið var hjæa Halldóri Óla frænda Hjördísar, það var aldeilis fínt og þvílíkar kræsingar í boðinu. Seinna afmælið var hjá Kötlu hans Árna, þar var einnig innflutningsveisla þar sem að þau voru að flytja inn í Grandaveg 7. Það voru kræsingar þar á borðum og við höfðum mjög gaman af þessu. Við vorum svo heima það sem eftir var af kvöldinu og fórum að sofa fyrir miðnætti. Í morgun vaknaði ég klukkan átta og var búin að senda frá mér skýrsluna rétt fyrir hádegi, það var mikill léttir að senda þetta yfir í pósthólf kennara míns sem að skoðar þetta sennilega á morgun.
Það var komið hádegi á sunnudegi og allt rétt að byrja, sturtan, þvotturinn og fara að versla í matin fyrir vikuna. Ég fór svo á hljómsveitaræfingu klukkan eitt, já ég sagði hljómsveitaræfingu. Nú var komið að því að reyna að stilla saman strengi svo að eki komi bara óhljóð þegar að við spilum á Airwaves hátíðinni. Þetta var mjög gaman og Sölvi verður á bassanum og Stokkhólms Steini verður á gítar, Esther syngur að sjálfsögðu og svo kemur heilinn frá Barcelona á föstudaginn. Frikki er semsagt búin að panta flug og þetta er allt að gerast. Það verður gaman þegar að þetta smellur saman um næstu helgi. Við fáum afnot af smíðaverkstæði gullsmiðsins sem að er út á sjó. Þetta verður vonandi brillíant.................
Aðalpunkturinn var þó Risottóið sem að Hjördís bjó til áðan, gjörsamlega algjör hreinasta snilld...............................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home