Blindsker..
Fór og hitti Rögnvald gáfaða á Bleiku dúfuna á föstudaginn tómhentur þar sem að ég fann ekki diskinn sem að ég ætlaði að láta hann fá. Tómhentur fékk ég mér samt kaffi og við fórum yfir ferilinn og hlógum óskaplega. Föstudagurinn var reyndar allur hinn besti og skolaði ég vinnuvikuna af mér í laugardagslauginni með Hjördísi eftir kvöldmat. Frikki BCN mætti frá Barcelona og við fengum okkur sígó um miðnætti þar sem að hann gistir í næstu götu. Við Frikki héldum svo af stað niður í æfingarhúsnæði upp úr 11 í gærmorgun. Það var nokkuð ströng æfing í gær þar sem að allir voru loksins mættir. Það er ekki létt að fá 5 einstaklinga til að hittast á sama tíma í þessum tilgangi upp úr hádegi á laugardegi en það gekk samt nokkuð vel. Ég og Hjördís skelltum okkur á myndina um hann Bubba kallinn í gærkveldi, Blindsker. Þetta er alveg þrususkemmtileg mynd sem að allir ættu að sjá. Bubbi er einfaldlega kóngurinn, þvílíkur ferill hjá þessum kappa sem að hefur nánast ekkert annað gert en að brasa í tónlist. Eftir þessa bíóferð þá malaði maður í sófanum fram yfir miðnætti og fór svo að sofa. Í dag er það svo önnur æfing og svo slakar maður á.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home