10/01/2004

Jói og bílanammið.

Lítill manískur drengur situr nú heima hjá sér og reynir að minnka lærdómsfjallið sitt. Vaknaði ekki alveg nógu snemma og fékk svo frænda sinn í heimsókn. Já hver hefði trúað því að Jói myndi detta inn í morgunkaffi. Jói er í hlutverki sjómanns í landi í dag og hann var ferskur. Við drukkum kaffi og átum bílanammi í einn og hálfan tíma og af þeim sökum get ég varla slegið þessi orð inn. Það er kaffi og sykurskjálfti í mér núna. Hjördís er að koma á morgun frá Osló og ég á eftir að gera fínt heima, það er samt allt fínt heima. Við erum að fara á árhátíð annað kvöld og það er skyldumæting þar sem að ég lét plata mig í stjórn starfsmannafélagsins. Núna ætla ég að reyna að skipuleggja daginn svo að ég missi ekki vitið yfir litlum lúxusverkefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home