10/22/2004

Það sem að gerðist í gær..

Fórum með Frikkx og Súsönnu út að borða í gærkveldi og skemmtum okkur vel. Við ákváðum að fara á grænmetisstað og Á næstu grösum varð fyrir valinu, fengum fínan mat og allir sáttir. Hittum 2/5 af hljómsveitinni á staðnum þar sem að þau voru að næra sig fyrir concert í gærkveldi. Hjálmar voru að spila í Iðnó að ég held og virtust þau vera nokkuð hress. Eftir matinn kíktum við í heimsókn til Lindu og Ása þar sem að ég sá leikföngum í fyrsta skipti sópað út í horn, mikil tækni hjá Ása sem að lærist sennilega ekki nema að eiga að minnsta kosti tvö börn. Við sátum og spjölluðum í dágóða stund en ég og Hjördís vorum að verða þreitt þar sem að við erum þannig stillt að eftir 22:30 þá verðum við ekki húsum hæf sökum þreytu og geisps. Þessari stillingu er ekki hægt að breyta nema að við segjum störfum okkar lausum og förum að sofa fram á hádegi. Þetta var mögnuð kvöldstund og gaman að brjóta þetta aðeins upp. Ég tók eftir því að það er greinilega nóg að gerast í kringum Airwaves þar sem að slatti af fólki var í bænum, allavega ætlaði Peugeotinn aldrei að finna stæði handa okkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home