11/30/2005



Fór að ná í Hjördísi áðan og Klementína vissi hvað var að gerast og grét til þess að buga okkur alveg, við gátum ekki farið fyrr en hún var orðin sátt. Þetta gerði samt ekkert slæmt fyrir lasagna sem var í ofninum heima, að sjálffsögðu slökkti ég meðan á þessu stóð. Nú erum við heima og búin að hlaða aðeins batteríin með mat og smá nammi. Hjördís er dottin í teið sitt og ég hef ekki undan að sjóða vatn. Ég held að það verði gott að geta farið að sofa með makann sinn sér við hlið. Við erum að fara til dúllunnar núna og skila af okkur mjólkinni svo að hún fái gott að drekka í nótt. Hjördís var ekki búin að fá ferskt loft í eina viku þegar að hún labbaði út af barnaspítala hringssins áðan. Hún sagði eftirfarandi "úff það er svo kalt, svo er rigning líka úff,, .........ég held að það sé 10 stiga hiti og gott veður, ég hélt að hún vildi kannski láta leggja sig inn aftur. Svona er þetta allt saman.

Klementínu hef ég ekki séð svona lengi glaðvakandi eins og áðan. Held að hún hafi verið að fá eitthvað orkubúst sem gefið er þarna á staðnum..

Hjördís að kíkja á elskuna áður en hún fór að fá sér smá að borða.
Hérna var snúllan alveg róleg eftir að hafa legið hjá pabba sínum og fengið að borða heila 38ml af brakandi fínni brjóstamjólk, ekki slæmt það...

Bara að benda á það að innkaupin hljóðuðu upp á 50 einnota pela fyrir alla mjólkina sem verður töppuð á heima. Við erum semsagt með heimaframleiðslu..



Hérna er ég með fínu blómin sem elskulegu vinnufélagar mínir sendu okkur...

Stóru fréttirnar eru þær að Hjördís er útskrifuð frá og með deginum í dag. Hún er núna hjá litlu og verður sótt á eftir. Ég er búinn að leigja mjaltavél og allt að fara í gang. Ég er svo sáttur að hún sé að koma heim elskan. Það er vonlaust að vera svona einn heima. Litla var hress í dag og svaf alveg rosalega mikið meðan ég var uppfrá. Læknirinn sagði hana vera rosahressa og duglega og þótti manni gott að heyra það. Núna þurfum við að koma einhverju systemi á þetta allt saman og förum við sennilega létt með það. Nú ætla ég að fara gera mat kláran svo að Hjördís þurfi ekki að éta mikið meira af bakkamat frá spítalanum, ekki það að ég hafi heyrt hana kvarta neitt. Það er sennilega allt velkomið í magann eftir að hafa þurft að fasta og svoleiðis...

11/29/2005


Það var stór dagur hjá litlu í dag, hún byrjaði á því að reyna að liggja á brjósti og það gekk vel, hún er nú næstum því alfarið að drekka brjóstamjólk. Við skiptumst á að liggja með hana á okkur og svo gáfum við henni mat. Í kvöld fékk dúllan fyrsta baðið sitt, ekki slæmt það. Hún var svo rosalega dugleg og stóð sig með prýði. Á þessari mynd má sjá þegar að Hjördís var að fara þurrka henni. Það sem er gott er það að börnin léttast alltaf þegar að þau eru nýkomin í heiminn, hún fæddist 1700 g og léttist síðan um etthvað ákveðið, hún er svo núna farinn að þyngjast aftur þannig að hún fer að ná fæðingarþyngd og svo fer hún yfir það. Ég kvaddi Hjördísi og fór síðan með dýrmætan farm af brjóstamjólk upp á vökudeild og bauð litlu góða nótt. Þetta er svo gaman að maður nær ekkert upp í það. Ég held að flestir lesendur séu búnir að prófa þetta allt saman en þar sem maður er að upplifa þetta í fyrsta skipti þá er maður hálf ruglaður af öllum þessum frábæru tilfinningum.
Hjördís verður að öllum líkindum útskrifuð á morgun og ég get ekki beðið eftir að fá hana heim, það er alveg fáránlegt að sofa svona einn undir þessum kringumstæðum.
Allavega enn einn frábær dagur í hlutverki foreldris.. Það gæti verið að ég fái boð um vinnu á fæðingarganginum sökum mikils dugnaðar í hlutverki aðstoðarmanns. Ég var farinn að skipta um ljósaperur í kvöld og þar fram eftir götunum, eða göngunum.
Svo eru það þessi nýju orð sem að eru að síast inn t.d sonda, aldrei hefði mér dottið í hug hvað það væri, þetta er eins og að biðja um 40 ft hi-cube rf á mínus 24, þið vitið hvað ég er að biðja um er það ekki...
Set inn fleiri myndir bráðlega, var búinn með batterí í dag...
Góða nótt...

11/28/2005

Það er svo skemmtilegt hvernig fötin eru merkt. Magnúsdóttir er samt ekki eign þvottahússins.
Hérna eru þær elskurnar, alveg sallarólegar......
Krúttið steinsofandi...
Eitthvað Stjána Bláa look hérna, sennilega sjóarasaga á leiðinni....
Og svo er sofið aðeins meira...

Já dagurinn hefur verið góður, Hjördís er að vakna um 5 leytið og fara upp til snúllu með eitthvað gott að drekka handa henni. Við vorum mikið hjá henni í dag og þetta gengur mjög vel allt saman. Maður er búin að fá smá bros, grátur, skeifu og snúð frá litlu dúllu. Hún er að fá um 30 ml af mjólk í sonduna sína á þriggja tíma fresti, ég hef ekki umreiknað þetta en ég hef það á tilfinninguni að þetta væri eins og að ég tæki mér til og drykki 8 lítra af mjólk á hálftíma. Það er mjög fínt að dunda með henni þarna á deildinni og maður er að verða heimavanur, heilsa öðrum foreldrum og spjalla aðeins. Klemma er langt frá því að vera minnst þarna og sumir foreldrar eru búnir að vera þarna í góðan tíma. Maður er endalaust ánægður fyrir þetta yndislega starfsfólk þarna á staðnum, það er svo nauðsynlegt að finna það að verið er að hugsa um börnin því það er ekkert einfalt að labba út frá barninu sínu á hverju kvöldi. Við vorum aðeins að fiska með þumalputtareglur á heimför hjá þessum krílum. Einn læknir sagði þó full meðganga plús mínus vika. Þetta skiptir þó ekki máli, aðalmálið er að hún braggist vel og allt verði í lagi. Hjördís er alltaf að styrkjast og hún er rosalega dugleg. Ég hef verið að fara með hana í hjólastól milli deilda þarna, við hlæjum mikið af þessu því að þetta er eins og í Little Britain þar sem gaurinn er í hjólastólnum og stekkur svo upp þegar að félagi hans lítur undan. Það verður að vera húmor í þessu, svo heyrist stundum yes, but no but yes......... Gæfulegir foreldrar......

11/26/2005




Jæja dagurinn hefur verið góður. Hjördís er mög þreytt og fær vonandi góðan svefn í nótt. Klementína er búin að standa sig eins og hetja í dag. Það var yndislegt að sitja með hana í langan tíma í dag og horfa á hana sofa. Ég gsf henni að borða og skipti á henni. Ég var að koma af spítalanum og engillinn var svo róleg og góð þegar ég fór, hún horfði á mig og svo greip hún um puttann minn eins og hún væri að segja "góða nótt pabbi, sjáumst á morgun"... Það hefur allt gengið svo vel að þetta er bara ævintýri.... Það er allt svo yndilegt á þessari vökudeild, starfsfólkið alveg ótrúlega gott og manni líður bara mjög vel þarna innan um öll börnin sem eru að standa sig svo vel....
Nú er komið að því að fara að hvíla sig og njóta þess að vera svona ríkur......

Góða nótt....
Ég tók slatta af myndum í dag en þetta er svo lengi að hlaðast hérna inn á bloggið og klukkan að ganga í þrjú... ég á eftir að senda einhverja e-maila og svona, dunda við þetta á næstu dögum. Allir eru hressir og ég fékk að setja dúlluna í föt í dag og svo slappaði hún af í vöggu með kvöldinu. Ég skrapp og sagði góða nótt við hana áður en ég lagði af stað frá sjúkrahúsinu áðan. Hversu mikil snilld er þetta. Ég verð samt að viðurkenna að það er ekkert gaman að fara heim þegar að báðar dúllurnar mínar sofa á sjúkrahúsinu. Það er líka búið að tjalda í stofunni núna.....

Set fleiri myndir inn fljótlega.......
Hérna sést Hjördís með litluna sem er búin að vera spræk í dag, hún er meira segja búin að útskrifa sig úr hitakassanum, henni finnst betra að láta dúða sig aðeins með húfu og fínerí eins og íslendingi sæmir.......Svo er hún með svo hvítt og fínt hár.....






11/24/2005

Klementína Magnúsdóttir fæddist í dag 24.11.2oo5.......

Sæl veriði, vildi segja frá því að dóttir okkar fæddist í dag klukkan 15:58. Við höfum ennþá vinnunafnið Klementína enda fínasta nafn á hana. Við fórum í skoðun í gær og þá var ákveðið að setja Hjördísi af stað í dag. Klementína átti að koma 29. des en það varð bara 24. nóvember í staðinn. Hún er ekki stór elskan en hún er hress og brött, hún orgaði næstum því alveg strax og hún var kominn úr maganum. Hún er keisarabarn og 7 merkur. Hún fór strax á vökudeild og í kassa þar svo hægt væri að halda á henni hita og er henni gefið saltvatn í æð. Hún gat andað alveg sjálf og virtist hún vera hin sprækasta. Við fengum að sjá hana rúmlega tveimur tímum eftir að hún fæddist, þó fengum við að sjá smá þegar hún var tekin úr maganum. Hjördís er sofandi á spítalanum núna en ég er kominn heim, ég er alveg ruglaður af þreytu en vildi koma smá upplýsinigum í loftið.
Klementína er núna í góðum höndum þarna á spítalanum og ég get ekki beðið eftir að fara að sjá hana í fyrramálið.
Ég á engin orð til að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir að þetta gekk svona vel og við erum alveg í skýjunum. Svo verður þetta bara einn dagur í einu og við sjáum bara hvað læknarnir segja um það hvenær Klementína má koma heim.

Ég set myndir við tækifæri en ekki í dag.......

11/17/2005

Síðan síðast hefur lítið sem ekkert gerst nema eitthvað gott. Klementína er rosadugleg og ég hef haldið litla fyrirlestra fyrir hana á kvöldin. Ég hef verið að segja henni hvað hefur gerst yfir daginn, svona það helsta allavega. Ég er viss um að hún hefur gott af því að heyra röddina mína á svipuðum tíma hvert kvöld. Þegar að hún verður komin í heiminn þá ræðir maður sennilega mikið við hana á kvöldin þar sem maður verður víst að vinna á daginn. Svo fer maður í rosalega langt og gott orlof þar sem ég fæ að vera með hana alla daga frá morgni til kvölds, himneskt þó svo að það verði sennilega í nógu að snúast. Hef fundið það að ekki er það hrist fram úr erminni að sjá alfarið um heimilið eins og ég hef gert síðustu vikur. Ekki það að Hjördís geri ekki neitt heldur reyni ég að gera sem mest svo hún geti hvílt sig. Þetta er samt rosagaman. Við fórum í göngutúr eftir fínasta lasagna sem ég eldaði. Í fyrramálið verður komin ein vika á tóbaks hjá mér og ég er stoltur og mér líður svo miklu betur að það hálfa væri ágætt. Ég var kominn með háan blóðþrýsting og svoleiðis vitleysu sem er ekkert sniðugt mál. Nú verður bara tekinn einn dagur í einu í þessu og reynt að njóta þess.
Var búinn að gleyma hversu mikill snillingur PJ Harvey er, algjör snilld að hlusta á hana, setti tco lög á Mp3 spilarann og hlusta aftur og aftur.
Smá fréttir....
"A wind-up laptop that will cost $100 to make and be offered to the world's poorest nations has been unveiled at a UN summit."
Tekið af www.newscientist.com...... Alveg hreint ótrúlegt..

11/14/2005

Kvöldið er að læðast í burtu án þess að hafa neitt fyrir því. Fór út að hlaupa áðan og þrekið er að koma núna. Ég hef ekki fengið mér sígó síðan á föstudagsmorgun. Tók rúmlega 5km áðan og var það frekar auðvelt. Það er alveg nauðsynlegt að taka á því þessa dagana til að slaka. Það er alltaf að styttast í að Klemma litla komi í heiminn og maður þarf að vera vel upplagður fyrir þetta ævintýri. Það var dimmt yfir í dag og það kviknaði meira að segja á ljósastaurum um tvöleytið, það eru að sjálfsögðu skynjarar á þessu einhversstaðar. Jú mikið rétt, svartasta skammdegið er stutt undan en þetta árið ætlar Klemma að lýsa það upp. Allt gengur sinn vanagang þannig lagað, ég keypti mér Mp3 spilara á föstudaginn og raunar skrýtið að ég skildi ekki hafa gert þetta fyrr. Það er svo gott að hafa þetta á hlaupunum, létt og svo er mjög gott sánd í þessu. Ég er sem sagt nýhættur að búa mér til kasettur, reyndar er það heillandi að gera það. Maður sleppti þó millistiginu sem voru ferðageislaspilararnir, það er ekki hægt að nota þá í hlaup, sama hvað hver reynir að segja. Nú á ég bara eftir að mastera þennan spilara aðeins og setja upp gott prógram fyrir lætin. Ég er ekki ennþá búinn að finna bíl, það er ekkert smá dæmi. Maður sveiflast milli ýmissa hugmynda og getur engan veginn tekið ákvörðun, reyndar ekki mín sterkasta hlið.
Jæja verð að hætta þessu bulli.

11/13/2005

Hérna er Hjördís í eldhúsinu einn góðan dag. Klementína er greinilega að stækka eins og sést á maganum á minni.

Þetta er tekið á afmælisdaginn hennar Hjördísar. Í bakgrunni eru fínu blómin sem hún fékk frá mömmu. Við fórum svo út að borða og áttum mjög svo huggulegt kvöld. Átum örugglega 317 rétti á Vox, man að ég var með óráði þegar ég keyrði heim eftir þetta.
Hérna er Hjördís elskan að pósa með bumbuna sína. Þessi mynd er tekinn á hótelherberginu á Búðum. Þetta var bara gaman.
Hérna kemur smá myndasyrpa þar sem við hjónin erum í aðalhlutverki. Hérna erum við að tjútta á hótel Búðum. Þetta var diskóhelgi þannig að ekki var annað hægt en að taka smá snúning á dansgólfinu. Klementína hefur sennilega haft mjög gaman að þessu öllu saman. Tónslistin var að sjálfssögðu í hæsta gæðaflokki þarna og mátti heyra margar perlur

11/09/2005



Sérstaklega gaman að þessu þar sem maður kemur af svæðinu....


Þetta er ekkert nýtt af nálinni....


Talandi um illa meðferð á föngum...
Þessi talar sínu máli.....
Er að vinna að smá verkefni í sögu sem krefst þess að ég þarf að leita í Morgunblaðinu frá 1953. Það er fullt af skemmtilegum hlutum sem maður rekst á þarna.

11/08/2005

Tókum stuttan göngutúr eins og venjulega eftir matinn, veðrið í Reykjavík eru rosalega gott þessa stundina. Hvað er að frétta gæti einhver spurt, veit ekki alveg. Við bara svífum um í heimi óléttu og gleði held ég. Þetta er stundum svo óraunverulegt að maður er ekki viss að þetta sé allt að gerast. Búinn að komast að því að það verður að vera sjónvarp í eldhúsi framtíðarinnar, það gæti verið inn í skáp sem maður opnar bara þegar verið er að græja matinn og svoleiðis. Sé fyrir mér eldhús sem maður getur dundað í og þar sé gott pláss fyrir 4-5 fjölskyldumeðlimi. Við stefnum á tvíbura næst þannig að allt í einu væru fimm í heimili. Þá þarf að vera gott eldhús að mínu mati. Svo þarf gott þvottahús til að geta brasað í öllum þvottinum og gengið frá honum öllum áður en hann er tekinn inn í íbúð. Maður finnur draumaíbúðina einn sólríkan dag.......
Jæja ágætisþáttur að byrja á tvistinum, best að handlanga vélina í næsta sófa svo Hjördís geti kíkt á póstinn sinn...
Verðum í bandi..............
Setti tengil á snillingana í Miami hérna til hliðar, það ætti að verðlauna þau fyrir góða síðu þar sem mikið er sett inn af myndum og maður getur alltaf fylgst með hvað er að gerast í ævintýri þeirra þarna úti.

11/06/2005


この肖像画は呼ばれる: 私は私の妻を愛する


Þessi er úr sömu seríu, verður sennilega í IKEA á Króksfjarðarnesi.

Þetta er nýtt verk eftir mig og nefnist óreiða í röð og reglu .................þetta er að sjálfssögðu í boði IKEA og verður þetta til sýnis í IKEA verslun sem mun opna á næsta ári.......
Fimmtudagur, Föstudagur, Laugardagur og svo Sunnudagur, þetta er ekki fyndið, dagarnir fljúga og það er eins og maður sé í blackouti. Fórum á 101 á föstudagskvöldið og fengum okkur gott að borða svo var slakað á eftir það. Við vöknuðum í gærmorgun og fórum á foreldranámskeið númer 2 og það var óvenjufljótt að líða. Margir góðir punktar þar sem farið var í gegnum fæðinguna og allt sem því getur fylgt. Eftir þetta fórum við heim og ég fór að læra og Hjördís ákvað að hvíla sig. Svo voru það þrifin og þetta venjulega ásamt því að versla inn. Það var komin tími á að elda smá kjöt og kom það bara vel út. Tvær DVD lágu í valnum um miðnætti og þá var kominn tími til að fara að sofa, það var þó einn CSI NY sem að þurfti að klára áður en kom að svefninum. Klukkan glamraði og ég fór að læra síðan hefur dagurinn fokið með smá göngutúr í bakaríið og þrifum á baðherbergi.
Ég er hræddur um að óeirðir í Frakklandi geti breiðst út í öðrum löndum í Evrópu.

11/01/2005

Magnús heiti ég og er fasteigna og bílasöluisti. Ég hef ekki náð að halda mér frá fasteignir.is og bílasölur.is í nokkra daga. Ég fór í hádeginu að prófa bíl í annað skiptið, bara get ekki haldið mig frá þessu. Búinn að fá nokkrar ráðleggingar í sambandi við Freelander og þær eru í allar áttir, þetta er gjörsamlega búið að snúa mér upp í loft. Nei ég vill ekki ana út í neitt óhugsað, maður er að fá ráðleggingar frá góðu fólki. Annars flaug dagurinn áfram og ég og Hjördís vorum kominn í kvöldgöngutúrinn okkkar fljótlega eftir fréttir. Göngutúrinn í kvöld var lengri heldur en vanalega og vorum við nokkuð góð þegar heim var komið.
Annars bara rokk og ról.........