11/30/2005



Fór að ná í Hjördísi áðan og Klementína vissi hvað var að gerast og grét til þess að buga okkur alveg, við gátum ekki farið fyrr en hún var orðin sátt. Þetta gerði samt ekkert slæmt fyrir lasagna sem var í ofninum heima, að sjálffsögðu slökkti ég meðan á þessu stóð. Nú erum við heima og búin að hlaða aðeins batteríin með mat og smá nammi. Hjördís er dottin í teið sitt og ég hef ekki undan að sjóða vatn. Ég held að það verði gott að geta farið að sofa með makann sinn sér við hlið. Við erum að fara til dúllunnar núna og skila af okkur mjólkinni svo að hún fái gott að drekka í nótt. Hjördís var ekki búin að fá ferskt loft í eina viku þegar að hún labbaði út af barnaspítala hringssins áðan. Hún sagði eftirfarandi "úff það er svo kalt, svo er rigning líka úff,, .........ég held að það sé 10 stiga hiti og gott veður, ég hélt að hún vildi kannski láta leggja sig inn aftur. Svona er þetta allt saman.

Klementínu hef ég ekki séð svona lengi glaðvakandi eins og áðan. Held að hún hafi verið að fá eitthvað orkubúst sem gefið er þarna á staðnum..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home