11/28/2005

Það er svo skemmtilegt hvernig fötin eru merkt. Magnúsdóttir er samt ekki eign þvottahússins.
Hérna eru þær elskurnar, alveg sallarólegar......
Krúttið steinsofandi...
Eitthvað Stjána Bláa look hérna, sennilega sjóarasaga á leiðinni....
Og svo er sofið aðeins meira...

Já dagurinn hefur verið góður, Hjördís er að vakna um 5 leytið og fara upp til snúllu með eitthvað gott að drekka handa henni. Við vorum mikið hjá henni í dag og þetta gengur mjög vel allt saman. Maður er búin að fá smá bros, grátur, skeifu og snúð frá litlu dúllu. Hún er að fá um 30 ml af mjólk í sonduna sína á þriggja tíma fresti, ég hef ekki umreiknað þetta en ég hef það á tilfinninguni að þetta væri eins og að ég tæki mér til og drykki 8 lítra af mjólk á hálftíma. Það er mjög fínt að dunda með henni þarna á deildinni og maður er að verða heimavanur, heilsa öðrum foreldrum og spjalla aðeins. Klemma er langt frá því að vera minnst þarna og sumir foreldrar eru búnir að vera þarna í góðan tíma. Maður er endalaust ánægður fyrir þetta yndislega starfsfólk þarna á staðnum, það er svo nauðsynlegt að finna það að verið er að hugsa um börnin því það er ekkert einfalt að labba út frá barninu sínu á hverju kvöldi. Við vorum aðeins að fiska með þumalputtareglur á heimför hjá þessum krílum. Einn læknir sagði þó full meðganga plús mínus vika. Þetta skiptir þó ekki máli, aðalmálið er að hún braggist vel og allt verði í lagi. Hjördís er alltaf að styrkjast og hún er rosalega dugleg. Ég hef verið að fara með hana í hjólastól milli deilda þarna, við hlæjum mikið af þessu því að þetta er eins og í Little Britain þar sem gaurinn er í hjólastólnum og stekkur svo upp þegar að félagi hans lítur undan. Það verður að vera húmor í þessu, svo heyrist stundum yes, but no but yes......... Gæfulegir foreldrar......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home