Tókum stuttan göngutúr eins og venjulega eftir matinn, veðrið í Reykjavík eru rosalega gott þessa stundina. Hvað er að frétta gæti einhver spurt, veit ekki alveg. Við bara svífum um í heimi óléttu og gleði held ég. Þetta er stundum svo óraunverulegt að maður er ekki viss að þetta sé allt að gerast. Búinn að komast að því að það verður að vera sjónvarp í eldhúsi framtíðarinnar, það gæti verið inn í skáp sem maður opnar bara þegar verið er að græja matinn og svoleiðis. Sé fyrir mér eldhús sem maður getur dundað í og þar sé gott pláss fyrir 4-5 fjölskyldumeðlimi. Við stefnum á tvíbura næst þannig að allt í einu væru fimm í heimili. Þá þarf að vera gott eldhús að mínu mati. Svo þarf gott þvottahús til að geta brasað í öllum þvottinum og gengið frá honum öllum áður en hann er tekinn inn í íbúð. Maður finnur draumaíbúðina einn sólríkan dag.......
Jæja ágætisþáttur að byrja á tvistinum, best að handlanga vélina í næsta sófa svo Hjördís geti kíkt á póstinn sinn...
Verðum í bandi..............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home