11/17/2005

Síðan síðast hefur lítið sem ekkert gerst nema eitthvað gott. Klementína er rosadugleg og ég hef haldið litla fyrirlestra fyrir hana á kvöldin. Ég hef verið að segja henni hvað hefur gerst yfir daginn, svona það helsta allavega. Ég er viss um að hún hefur gott af því að heyra röddina mína á svipuðum tíma hvert kvöld. Þegar að hún verður komin í heiminn þá ræðir maður sennilega mikið við hana á kvöldin þar sem maður verður víst að vinna á daginn. Svo fer maður í rosalega langt og gott orlof þar sem ég fæ að vera með hana alla daga frá morgni til kvölds, himneskt þó svo að það verði sennilega í nógu að snúast. Hef fundið það að ekki er það hrist fram úr erminni að sjá alfarið um heimilið eins og ég hef gert síðustu vikur. Ekki það að Hjördís geri ekki neitt heldur reyni ég að gera sem mest svo hún geti hvílt sig. Þetta er samt rosagaman. Við fórum í göngutúr eftir fínasta lasagna sem ég eldaði. Í fyrramálið verður komin ein vika á tóbaks hjá mér og ég er stoltur og mér líður svo miklu betur að það hálfa væri ágætt. Ég var kominn með háan blóðþrýsting og svoleiðis vitleysu sem er ekkert sniðugt mál. Nú verður bara tekinn einn dagur í einu í þessu og reynt að njóta þess.
Var búinn að gleyma hversu mikill snillingur PJ Harvey er, algjör snilld að hlusta á hana, setti tco lög á Mp3 spilarann og hlusta aftur og aftur.
Smá fréttir....
"A wind-up laptop that will cost $100 to make and be offered to the world's poorest nations has been unveiled at a UN summit."
Tekið af www.newscientist.com...... Alveg hreint ótrúlegt..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home