Jæja dagurinn hefur verið góður. Hjördís er mög þreytt og fær vonandi góðan svefn í nótt. Klementína er búin að standa sig eins og hetja í dag. Það var yndislegt að sitja með hana í langan tíma í dag og horfa á hana sofa. Ég gsf henni að borða og skipti á henni. Ég var að koma af spítalanum og engillinn var svo róleg og góð þegar ég fór, hún horfði á mig og svo greip hún um puttann minn eins og hún væri að segja "góða nótt pabbi, sjáumst á morgun"... Það hefur allt gengið svo vel að þetta er bara ævintýri.... Það er allt svo yndilegt á þessari vökudeild, starfsfólkið alveg ótrúlega gott og manni líður bara mjög vel þarna innan um öll börnin sem eru að standa sig svo vel....
Nú er komið að því að fara að hvíla sig og njóta þess að vera svona ríkur......
Góða nótt....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home