Kvöldið er að læðast í burtu án þess að hafa neitt fyrir því. Fór út að hlaupa áðan og þrekið er að koma núna. Ég hef ekki fengið mér sígó síðan á föstudagsmorgun. Tók rúmlega 5km áðan og var það frekar auðvelt. Það er alveg nauðsynlegt að taka á því þessa dagana til að slaka. Það er alltaf að styttast í að Klemma litla komi í heiminn og maður þarf að vera vel upplagður fyrir þetta ævintýri. Það var dimmt yfir í dag og það kviknaði meira að segja á ljósastaurum um tvöleytið, það eru að sjálfsögðu skynjarar á þessu einhversstaðar. Jú mikið rétt, svartasta skammdegið er stutt undan en þetta árið ætlar Klemma að lýsa það upp. Allt gengur sinn vanagang þannig lagað, ég keypti mér Mp3 spilara á föstudaginn og raunar skrýtið að ég skildi ekki hafa gert þetta fyrr. Það er svo gott að hafa þetta á hlaupunum, létt og svo er mjög gott sánd í þessu. Ég er sem sagt nýhættur að búa mér til kasettur, reyndar er það heillandi að gera það. Maður sleppti þó millistiginu sem voru ferðageislaspilararnir, það er ekki hægt að nota þá í hlaup, sama hvað hver reynir að segja. Nú á ég bara eftir að mastera þennan spilara aðeins og setja upp gott prógram fyrir lætin. Ég er ekki ennþá búinn að finna bíl, það er ekkert smá dæmi. Maður sveiflast milli ýmissa hugmynda og getur engan veginn tekið ákvörðun, reyndar ekki mín sterkasta hlið.
Jæja verð að hætta þessu bulli.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home