11/29/2005


Það var stór dagur hjá litlu í dag, hún byrjaði á því að reyna að liggja á brjósti og það gekk vel, hún er nú næstum því alfarið að drekka brjóstamjólk. Við skiptumst á að liggja með hana á okkur og svo gáfum við henni mat. Í kvöld fékk dúllan fyrsta baðið sitt, ekki slæmt það. Hún var svo rosalega dugleg og stóð sig með prýði. Á þessari mynd má sjá þegar að Hjördís var að fara þurrka henni. Það sem er gott er það að börnin léttast alltaf þegar að þau eru nýkomin í heiminn, hún fæddist 1700 g og léttist síðan um etthvað ákveðið, hún er svo núna farinn að þyngjast aftur þannig að hún fer að ná fæðingarþyngd og svo fer hún yfir það. Ég kvaddi Hjördísi og fór síðan með dýrmætan farm af brjóstamjólk upp á vökudeild og bauð litlu góða nótt. Þetta er svo gaman að maður nær ekkert upp í það. Ég held að flestir lesendur séu búnir að prófa þetta allt saman en þar sem maður er að upplifa þetta í fyrsta skipti þá er maður hálf ruglaður af öllum þessum frábæru tilfinningum.
Hjördís verður að öllum líkindum útskrifuð á morgun og ég get ekki beðið eftir að fá hana heim, það er alveg fáránlegt að sofa svona einn undir þessum kringumstæðum.
Allavega enn einn frábær dagur í hlutverki foreldris.. Það gæti verið að ég fái boð um vinnu á fæðingarganginum sökum mikils dugnaðar í hlutverki aðstoðarmanns. Ég var farinn að skipta um ljósaperur í kvöld og þar fram eftir götunum, eða göngunum.
Svo eru það þessi nýju orð sem að eru að síast inn t.d sonda, aldrei hefði mér dottið í hug hvað það væri, þetta er eins og að biðja um 40 ft hi-cube rf á mínus 24, þið vitið hvað ég er að biðja um er það ekki...
Set inn fleiri myndir bráðlega, var búinn með batterí í dag...
Góða nótt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home