11/30/2005

Hjördís að kíkja á elskuna áður en hún fór að fá sér smá að borða.
Hérna var snúllan alveg róleg eftir að hafa legið hjá pabba sínum og fengið að borða heila 38ml af brakandi fínni brjóstamjólk, ekki slæmt það...

Bara að benda á það að innkaupin hljóðuðu upp á 50 einnota pela fyrir alla mjólkina sem verður töppuð á heima. Við erum semsagt með heimaframleiðslu..



Hérna er ég með fínu blómin sem elskulegu vinnufélagar mínir sendu okkur...

Stóru fréttirnar eru þær að Hjördís er útskrifuð frá og með deginum í dag. Hún er núna hjá litlu og verður sótt á eftir. Ég er búinn að leigja mjaltavél og allt að fara í gang. Ég er svo sáttur að hún sé að koma heim elskan. Það er vonlaust að vera svona einn heima. Litla var hress í dag og svaf alveg rosalega mikið meðan ég var uppfrá. Læknirinn sagði hana vera rosahressa og duglega og þótti manni gott að heyra það. Núna þurfum við að koma einhverju systemi á þetta allt saman og förum við sennilega létt með það. Nú ætla ég að fara gera mat kláran svo að Hjördís þurfi ekki að éta mikið meira af bakkamat frá spítalanum, ekki það að ég hafi heyrt hana kvarta neitt. Það er sennilega allt velkomið í magann eftir að hafa þurft að fasta og svoleiðis...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home