11/06/2005

Fimmtudagur, Föstudagur, Laugardagur og svo Sunnudagur, þetta er ekki fyndið, dagarnir fljúga og það er eins og maður sé í blackouti. Fórum á 101 á föstudagskvöldið og fengum okkur gott að borða svo var slakað á eftir það. Við vöknuðum í gærmorgun og fórum á foreldranámskeið númer 2 og það var óvenjufljótt að líða. Margir góðir punktar þar sem farið var í gegnum fæðinguna og allt sem því getur fylgt. Eftir þetta fórum við heim og ég fór að læra og Hjördís ákvað að hvíla sig. Svo voru það þrifin og þetta venjulega ásamt því að versla inn. Það var komin tími á að elda smá kjöt og kom það bara vel út. Tvær DVD lágu í valnum um miðnætti og þá var kominn tími til að fara að sofa, það var þó einn CSI NY sem að þurfti að klára áður en kom að svefninum. Klukkan glamraði og ég fór að læra síðan hefur dagurinn fokið með smá göngutúr í bakaríið og þrifum á baðherbergi.
Ég er hræddur um að óeirðir í Frakklandi geti breiðst út í öðrum löndum í Evrópu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home