8/30/2005

Þetta er uppi.

Dagarnir liðast áfram og Rammstein hafa sennilega sungið eitt lag á annari plötu sinni í gegnum tommu plaströr. Ég hef verið afar duglegur í hlaupunum og mesta breytingin á þolinu er pottþétt minnkandi reykingar. Skólinn er farinn vel af stað og ég er að krafla mig í gegnum spænsku og sögu. Ég er reyndar ennþá að bíða eftir smá mati hjá mér þannig að ég bæti líklega einu fagi inn í vikunni. Hjördís var í mæðraskoðun í morgun og Klementína sparkaði í tækið sem mælir hjartslátinn með tilheyrandi hávaða, afar dugleg stelpa sem spilar kannski með Val eftir nokkur ár.
Ég hef verið í vandræðum með að komast á netið heima og talvan eitthvað að stríða mér, að þeim sökum hef ég ekki verið eins duglegur að blogga síðustu daga. Þetta er þó í skoðun og vonandi verð ég tengdur bráðlega.
Við horfðum á Lost in translation á laugardaginn í annað sinn og hún var betri en í fyrsta skiptið svei mér þá. Við sáum svo Broken Flowers í bíó á sunnudaginn, Bill Murray er svo yndislegur og þessi mynd var mjög góð, svolítið hæg en alveg yndisleg.

Það sem mig langar í þessa daganna er úlpa frá Norh face og ipod í hlaupageðveikina.
Það er nauðsynlegt að langa í eitthvað dót öllum stundum, maður þarf ekki að kaupa það endilega strax.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home