8/21/2005

10km hlaupið..

Í gær vaknaði ég um níu og gerði mig klárann í að taka þátt í 10km hlaupinu. Ég var kominn niður í bæ um hálf ellefu og reyndi að hita aðeins upp. Ég hef ekki tekið þátt í svona hlaupi áður þannig að ég var ekki alveg viss hvar ég átti að vera og þessháttar. En hvað um það hlaupið hófst um ellefu leytið og þetta voru rúmlega þrettán hundruð hlauparar sem fóru af stað. Ég fór mjög hægt til að byrja með og vildi nú vera viss um að geta klárað þetta. Þegar komið var út á Seltjarnarnes þá áttaði ég mig á því að ég yrði að herða mig ef ég ætlaði að klára þetta á undir klukkutíma, ég beið þangað til að 6km voru búnir til að finna hvað ég átti eftir. Það var svo þannig að þegar að 7km voru búnir fór ég virkilega að herða á og ég náði annsi góðu hlaupi þessa síðustu þrjá. Ég kláraði svo á 58:12 sem mér finnst bara vera fínt í fyrsta 10km hlaupinu mínu. Það sem stendur upp úr er hversu gaman þetta var. Fullt af fólki var að hvetja hlauparanna áfram og þetta var bara stemmning. Ég er ansi strengjaður núna og hlakkar til að fá Hjördísi með mér í sund. Annars var dagurinn í gær mjög fínn, ég var ansi vel vakandi til að byrja með og við skelltum okkur í sund eftir hlaupið og svo dunduðum við okkur í búðum á laugarveginum og kaffihúsum. Við keyptum okkur nýjan teketil sem er alveg rosalega flottur. Þetta er eitt af mestnotuðu græjunum á okkar heimili. Tugir lítra af soðnu vatni renna í gegnum tesíur hér á hverju ári.
Það var mikið af fólki í bænum í gær en við fórum heim fyrir klukkan sjö þar sem við vorum orðin þreytt. Við horfðum svo bara á DVD hér í gærkveldi og fórum þokkalega snemma að sofa.
Í dag verður semsagt byrjað á sundi svo þarf að versla inn fyrir vikuna. Við förum í höfðinglegt matarboð í kvöld til Rúnu og Hallmundar og fáum sennilega fyrirlestur um fótbolta og ballet frá börnunum þeirra sem eru miklir snillingar.
Klementína litla virðist stækka og stækka og hún var á einhverjum hlaupum í maganum á mömmu sinni í gær, hún hefur sennilega verið að reyna að hlaupa eins og ég gerði í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home