Í dag eigum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli.
Já það eru fimm ár síðan við vorum að ganga í kirkjunni og svoleiðis, ég hreinlega skil ekki hvað tíminn er fljótur að líða en það er líklega bara svo skemmtilegt hjá okkur. Þessi mynd er tekin um síðustu helgi þegar við fórum og gistum í tjaldi. Þarna er Hjördís með bumbuna sína upp á hálendinu. Þessi bumba er búin að ferðast mikið á stuttum tíma, hún er búin að fara til Danmörku, tvisvar til Svíþjóðar, Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Einnig hefur hún fengið að gista smá í tjaldi og farið hringinn í kringum landið.
Ég óska okkur til hamingju með fimm ár í hjónabandinu og öll hin árin líka....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home