8/18/2005

Dagurinn

Dagarnir hafa flogið áfram hérna í borginni. Rigning í grennd og skyggni ágætt. Nú er komið að því að ég þurfi að fara að skrá mig í skólann, hann byrjar á næsta mánudag. Ég lifi í þeirri von að hann muni frestast í eina viku eða svo. Það mun ekki gerast þannig að ég ætti að fara að ganga frá skóladótinu frá því á síðustu vorönn og kaupa nýjar bækur.
Ég er með þokkalega strengi eftir að bera búslóð fyrir systur mína í fyrradag. Ég fór reyndar í sund í gær og mallaði í 38 gráðunum í hálftíma plús smá gufu. Léttsoðinn horfði ég á síðustu sjö mínúturnar í leik Íslands og S- Afríku. Þvílík mörk sem íslendingarnir voru að skora þarna, maður fylltist ættjarðarstolti þarna í lauginni þar sem fullt af útlendingum voru að horfa á þetta líka.
Það er fimmtudagur í dag og það merkir að einn og hálfur dagur eru í helgarfrí, ekki slæmt þannig lagað. Það verður svaka partý í Reykjavík á laugardaginn og ég held að við verðum að labba í bæinn og skoða þetta. Við vorum ekki í Reykjavík á síðustu menningarnótt.

Ég sá mikið af fréttum um Baugsmálið í fréttum í gær. Ég er ekki sáttur við þessar ofsóknir á Baug. Þetta verður þó að fara sína leið í dómskerfinu en það má ekki gleyma því að DO var greinilega að herja á Baugsmenn á sínum tíma og kallaði þá öllum illum nöfnum. Ég vona bara að hann nái ekki til dómaranna í þessu máli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home