Hlaupin
Já það er tvískráning í dag, ég sá kastljósið í gær þar sem rætt var um maraþonið á morgun. Ég ætla að skella mér í 10km hlaupið. Ég verð með númerið 2950 þannig að ef þið sjáið það liggja út í vegkanti þá kíkjið þið á mig. Dagurinn hefur verið fínn og nóg að gera í vinnu. Ég ætla að fara upp í skóla þegar ég er búinn hér og skrá mig. Ég vonast til að komast í sem flest fög þannig að það verði nú örugglega geðveikt að gera hjá mér næstu mánuði. Maður má ekki slaka á þessu jarðneska lífi las ég einhversstaðar. Strengirnir eftir búslóðaflutninga dauðans eru á förum þannig að ég er klár í að ná mér í nýja. Það verður spennandi að stíga á fætur á sunnudagsmorgun. Klementína vex og vex og mamma hennar með, það er eitthvað stórkostlegt að sjá hana Hjördísi með þessa bumbu, hún var nú glæsileg fyrir en þetta er alveg ótrúlega glæsilegt. Ég hef fengið að finna Klementínu hreyfa sig og það er rosa gaman, hún er óvenjudugleg að hreyfa í magnanum á Hjördísi. Þetta er snilld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home