Helgin...
Í tilefni brúðkaupsafmælis skelltum við okkur á hótel Búðir á laugardaginn. Við lögðum af stað um ellefu leytið og vorum komin rúmlega eitt. Við tékkuðum okkur inn og slöppuðum af upp á herbergi. Við skelltum okkur svo aðeins til Stykkishólms og sáum danska evróvisíon söngvarann syngja nokkur lög. Við vorum þó fljót að koma okkur aftur upp á Búðir, það var fullmikið af fólki á Stykkishólmi til að maður gæti notið staðarins. Við áttum svo góðan eftirmiðdag á hótelinu og fengum okkur svo að borða. Smá labbitúr var tekinn eftir kvöldmat og svo var bara slakað á upp á herbergi. Hótelið er algjör snilld og ekki skemmdi fyrir að eina herbergið sem var laust þegar við pöntuðum var svítan. Það var eitthvað yndislegt að gista þarna undir jöklinum þar sem við eyddum síðasta brúðkaupsafmæli í tjaldi í Sahara eyðimörkinni, gat ekki verið meira bil á milli. Við vöknuðum þokkalega snemma og fengum okkur morgunmat á hótelinu. Við fórum svo upp á herbergi og horfðum á einhverja unglingamynd í sjónvarpinu og hlógum okkur máttlaus. Við keyrðum af stað heim um tólfleytið en komum við á óðalsetri hjá vinum okkar. Þar skoðuðum við allt sem tekið hafði verið í gegn þar síðan við sáum það síðast.
Þegar við komum í bæinn var farið og verslað inn og svo var eldað. Þetta var svo innilega góð helgi og við höfðum það svo rosalega gott.
Nú er bara slakað á upp í sófa og horft á sjónvarp.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home