Helgin...
Þessi helgi hefur verið nokuð góð. Ég hitti Kelly og Jennifer sem við kynntumst í gegnum Frikka þegar við vorum í Barcelona fyrir nokkrum árum. Þau létu sig hafa það að kíkja hingað upp á klaka en þau búa núna í USA. Það var rosaleg gaman að hitta þau aftur enda er þetta gæðafólk. Frikki kom frá London og við hittumst á föstudaginn. Við tókum smá rúnt og sýndum þeim part af borginni. Í gær fórum við svo hinn gullna hring og kíktum á Gullfoss og Geysi ásamt því að kíkja á Þingvöll. Þetta var rosa fínn túr, við fórum einnig í gufuna á Laugarvatni sem er skylduheimsókn þegar maður er á þessum slóðum. Eftir þetta allt elduðum við mat og sátum að spjalli fram á kvöld. Virkilega skemmtilegur dagur.
Á laugardaginn fórum við í brúðkaup hjá Dagný og Kristjáni. Athöfnin var í Laugarneskirju og veislan í laugardalnum. Þetta var allt afar fallegt og þægilegt, fínn matur og góð skemmtiatriði. Það er gaman að fara í svona vel heppnað brúðkaup.
Í dag var sofið aðeins fram á morguninn og svo hefur verið slakað á til að safna orku fyrir vikuna.
Ég fór og heimsótti Mömmu í dag á spítalann og við fengum smá upplýsingar um aðgerðina sem hún er að fara í. Maður vonar bara að þetta gangi vel og að hún verði ekki lengi að jafna sig.
Ég tók smá skokk í dag og er ekki ennþá komin í nógu gott form að mínu mati. Þetta kemur allt saman. Annars vona ég að vikan gangi vel í alla staði.