5/30/2004

Glymur...í vöðvum..

Keypti bókina Hr. Alheimur eftir Hallgrím snilling. Ég er bara rétt byrjaður og hún lofar góðu. Auðvitað er töluð alheimska í stjórnarmiðstöðinni þar sem að öllu er stjórnað. Ég er þokkalega þreyttur eftir daginn. Það var byrjað á sjósundinu í dag og ég og Ásgrímur skelltum okkur af stað. Sjórinn er örugglega kominn í 10 gráður núna og við vorum í honum í tæplega korter. Það er ágætisbyrjun sökum þess að þetta er ekki alveg eins og að fara í sundlaugarnar. Ég og Hjördís fórum síðan að skoða Glym og það var þokkaleg ganga. Síðan renndum við rétt inn að Þingvöllum og teygðum úr okkur. Þetta var alveg rosalega góður dagur í alla staði og ég er dauðuppgefinn.
Í gær fór ég að taka til í garðinum og byrjaði á að slá grasið, síðan klippti ég illgresi í kringum tréin og setti síðan mosaeyði í garðinn. Þetta var bara gaman og ef að maður er með eitthvað gott í vasadiskóinu þá verður þetta tær snilld. Það er verið að fara skipta um þakrennur á húsinu þar sem að þær eru ónýtar. Ég held að ég hafi fundið góða iðnaðarmenn til að græja þetta fyrir ágætis pening. Það verður að fylgjast með húsinu þar sem að þetta er nú einu sinni fjárfesting sem að maður vill ekki að fari fjandans til.
Á morgun sé ég fyrir mér að það verði byrjað á heitum potti þar sem að ég finn að vöðvarnir eru að gera sig líklega til að öskra á mig á morgun..

MM

5/28/2004

Helgarfrííííííííí

Helgin framundan og þrír dagar sem að eru til ráðstöfunar. Það er ekki úr vegi að fara að hreyfa sig aðeins og koma sér í form. Það er stefnt á að fara í sjóinn á sunnudaginn en selurinn mældi hitastigið um daginn og það er ekki nema u.þ.b 8 gráður. Vinnufélagi minn gaf mér disk sem að hann brenndi ( sorrý Hjördís ) og á þessum disk eru margar plötur með afar miklu rokki. Þarna eru hljómsveitir eins og Mustasch sem að eru sænskir að sjálfsögðu, Dimmuborgir sem að eru frá Noregi, Clutch og fleiri bönd. Afar spennandi semsagt..
Það verður farið Til Stokkhólms um þarnæstu helgi og er ég orðin frekar spenntur að hitta félaga þar. Rölta úr lestinni inn á Vasagötu, stíma á Kungsgötu og liðast fyrir hornið inn á Appelbergsgötu og heilsa upp á vinnufélaga og félaga auk þess að knúsa kaffivélina og taka kófí Annan. Gargandi snilld. Ég trúi varla að þetta sé að fara að gerast. Ég lofa góðu veðri í Sverige og miklu stuði...................Um leið og ég skrifaði þetta argaði Johnny Rotten Holiday in the sun í útvarpinu og sólin blindaði skjáinn hjá mér...

Afmæli

Gærdagurinn var sem endalaus sykurmoli. Það rigndi yfir mig heillaóskum og það var frábært. Ég og Hjördís ákváðum að fara eitthvað og fá okkur að borða og við tókum barnið okkar með. Ég fann semsagt Gumma rétt áður en að haldið var af stað. Við fórum aftur á Galíleó sökum þess að það var svo einfalt. Þar sátum við og spjölluðum um tónlistar, kvikmynda, og tölvubransann.........Eftir það urðum við óróleg og fórum á Thorvaldsen og krössuðum í sófann þar. Þar var nútímalist tekinn fyrir og leituðum við svara við ýmsum vangaveltum sem að ekki er ráðlegt að fara útí hér. Þetta var alveg rosalega fínt nema hvað við vorum orðin rosalega þreytt undir miðnætti. Við skutluðum Gumma til Snorra Á og fórum heim og sofnuðum í dyrastafnum.

5/27/2004

30 ára man.........

Ég á afmæli í dag, já hann er 30. ára í dag og er hrikalega sáttur. Ég tók mynd og setti hana hér, svona var ég við fyrsta hanagal í morgun. Hjördís söng fyrir mig og það var snilld. Það verður stífur dagur í vinnunni en ég ætla að eiga góðan dag þrátt fyrir það........................

5/23/2004

Næstum þrítugur þrístökkvari á þríhjóli með happaþrennu.

Undarlegt að hugsa til þess að ég sé að verða 30 ára á næsta fimmtudag. Satt að segja er ég mjög ánægður með það. Bara til að hafa það skrifað þá er ég með skegg og lubba á hausnum, ég er ennþá 1,73 samkvæmt vegabréfi og 66,6 kg samkvæmt Halldóru vigt í laugadagslauginni. Ég giska á að þegar að ég verð 40 ára þá verði ég 1,72 snoðaður skegglabbi og 75,5 kg sökum þess að ég fæ kreppu og fer að lyfta eins og það sé eitthvað nauðsynlegt. 50 ára verð ég ennþá snoðaður en skegglaus sökum þess að það verður einfaldara að beamast milli landa ef að það er ekkert hár á manni. Ég verð kominn niður i 68 kg sökum þess að ég verð ötull þáttakandi í öllum maraþonum sem að ég kemst í. 70 ára ætla ég svo að detta í mikið íssát með Hjördísi út um allan heim. Hvað um það, það er best að byrja á því að ná því að komast á fertugsaldurinn....
Alvöru helgi..

Jæja, stórundarleg helgi er að renna sitt skeið. Ég vaknaði á laugardagsmorgunn og fór að þrífa og eftir það hringdi ég í Gumma og náði í hann til að hressa hann við. Við byrjuðum á morgunkaffi í Kaupmannahafnarkaffinu. Eftir tvo kaffi og te þá vorum við að verða klárir til að takast á við sundið. Það var snilld að fara í potta og gufur og akkúrat það sem að annar okkar þarfnaðist. Eftir þetta þá var haldið í kringluna og versluð voru föt á Gumma. Hjördís var svo dreginn úr vinnunni og haldið var í Smáralindina þar sem að Gummi hafði aldrei komið þangað. Gummi keypti jakka í Topman og var mjög sáttur við það. Eftir að hafa farið í tvær verlunarmiðstöðvar þá var farið á Hótel 101 og fengið sér að borða. Maturinn var fínn og staðurinn flottur. Eftir þetta var farið aftur í Smáralindina og sest yfir Kill Bill II. Kvikmundagúrúinn Gummi átti eftir að sjá hana þannig að ég lét mig hafa það að sjá hana aftur enda rosaleg mynd þar. Eftir þetta allt saman var farið að chilla í Mávahlíðinni og var þetta algjör snilldardagur.
Sunnudagurinn hófst seint sökum þess að klukkan hringdi ekki, enda átti hún ekki að hringja. Hjördís fór að vinna í greininni sinni og ég átti smá fund með fólkinu í húsinu sökum þess að það þarf að skipta um þakrennur. Frikki BCN hringdi svo og við töluðum um tónlistina og svoleiðis.
Ég skildi ekkert þegar að dyrabjöllunni var hringt og úti stóð Krisján Kristur útópíus hinn breski. Stjáni er semsagt kominn heim eftir dvöl sína í Stóra Bretlandi þar sem að hann stundar nám í hljóðfræðum og meiru. Hann ætlar að vera hérna í sumar og kannski lengur en það kemur í ljós. Við sátum og drukkum kaffi og fórum yfir landslagið. Stjáni fór út með DAT spólur sem að innihéldu upptökur með Hún Andar, þessar upptökur tók hann og lagaði aðeins til og setti á CD. Þetta er fyndið að heyra sökum þess að þetta er 13 ára gamalt efni. Aftur var dinglað og þar var Anna Karen mætt með syni sínum og ætluðu þau að grípa Hjördísi frænku, en sökum þess að hún var ekki heima þá hurfu þau á braut. Hjördís kom svo með bakkelsi og við áttum gott kaffi og meðþví.
Síminn hrindi og þar var Frikki á hinni línunni og endaði það með því að við fórum að ná í hellur fyrir garðinn hjá þeim. Þetta er ekki búið því að ég sló grasið í garðinum okkar í fyrsta skipti í sumar. Það er alltaf gaman að gera þetta og fá lyktina af grasinu í loftið.
Einnig hringdi Jói frændi í mig í dag til að tékka hvort að Pixies mundu nokkuð klikka á tónleikunum. Pixies fólkið er á landinu og það fyllir mig einhverju skrýtnu stolti að vita af því að þessir snillingar séu einhverstaðar að hafa það gott hérna á landinu.

5/19/2004

Vinna.......

Ég er að vinna og verð að vinna aðeins meira og svo ætla ég að vinna á morgunn og svo aðeins að vinna meira. Hversu mörg vinn eru það.

Bílamálaráðherra.....
Prófin..

Já ég er búin að ná öllum prófunum. Sótti blöðin áðan og er mjög sáttur. Það sem að ég er þó ánægðastur með er að fá 9 fyrir ljóðaritgerðina mína um bókina hans Braga Ólafssonar Anjósur, hrottaleg snilld. Það er léttir í mér sökum þessa og fugl er sennilega í haga.

Norman

5/18/2004

Klikkaði eitthvað bloggið...
Survivor Noregur

Ég var búin að koma mér í stellingar fyrir Survivor í gærkvöldi og síminn hringdi í byrjun þáttar. Það var Gummi Noregur að biðja mig að kíkja út með sér og ég snaraði mér út. Gummi er að taka upp heimildadæmi í kringum Snorra Forseta. Það verður þó twist í því og er ég ekkert að fara út í það nánar. Gummi var nokkuð ferskur og gaman var að spjalla um heima og geima meðan að einhver var að vinna milljón dali í sjónvarpinu.

5/14/2004

Ísland - Svíþjóð 2-14

Það er 14. maí sagði Óli Palli áðan. Ég er svo sáttur við að það sé komið sumar. Fyrir ári síðan var maður í Sverige í hita og sól og þá var farið að styttast í heimför til Íslands. Ég þarf að fara að heyra í Stjóna félaga í Sverige, það eru vikur síðan að ég heyrði í honum. Ég væri til í að skreppa eina langa helgi og faðma Stokkhólm aðeins. Ég fæ stundum svakaleg saknaðarköst og vill bara fara þangað aftur.
Það er einhver kall að laga næsta hús við mig í Mávahlíðinni og ég var að spjalla við hann. Hann sagði að svíar væru svo leiðinlegir og þá spurði ég hann hvar hann hefði verið í Svíþjóð. Hann sagðist hafa verið að vinna í Malmö í gamla daga. Það hefur greinilega einhver hópur af Íslendingum farið til Svíþjóðar í gamla daga til að reyna að hefja nýtt líf og í flestum tilvikum hefur það greinilega ekki gengið.
Ef að svíarnir í skipasmíðastöðinni í Malmö voru leiðinlegir fyrir 30 árum þá þýðir það ekki að það sé algild regla í dag. Þetta hefur orðið til þess að fullt af fólki dregur upp leiðinlega mynd af svíum og ég þoli það ekki. Flestir sem að hafa farið til Sverige virðast annað hvort hafa verið í Malmö eða Gautaborg. Ég verð að segja að Malmö er ekkert sérstök og ekki Gautaborg heldur, Stokkhólmur er hinnsvegar ein af fallegustu borgum sem að ég hef komið til. Ég hef skoðað þær margar þannig að ég hef aðeins um þetta að segja. Svíar eru nokkuð öruggir með sig en þeir mega það líka vegna þess að þeir eru skipulagðir og vita hvernig þeir vilja hafa hlutina. Það borgar sig ekki að draga upp mynd af einhverju landi út frá því hvernig það gekk að verða ríkur þar. Jón Hreggviðsson var ekki einu sinni með þessar hugmyndir.
Svíþjóð mun vinna Evróvision á morgun samkvæmt minni spá.....

Heja Sverige........
Árni í Frakklandi..

Ég fékk SMS frá Árna áðan. Hann sagði 22 stiga hita vera í Frakklandi. Hann er á ferðalagi með Kötlu og Einari. Þau ætla að fara til Korsíku og vera þar í einhvern tíma. Þau lögðu af stað frá Luxemburg en þar er Einar að vinna. Ég vona að ferðin hjá þeim verði góð og að allt gangi vel. Ég verð að viðurkenna að ég væri til í að vera á ferðalagi núna. Ég og Hjördís erum að liggja yfir bæklingi núna og þar er boðið upp á ferðir út um allan heim. Við erum heit fyrir því að fara í ferð til Mexíkó þar sem að það verður ferðast um landið. Það er ferðalag í viku og svo er vika á strönd. Það eru líka ferðir til Afríku, Indlands, Ameríku og fullt af stöðum sem að væri geðveikt að skoða. Þetta verður skipulagt á næstu dögum......
Forseta greyið..

Það er svo mikið í gangi hjá forsetanum að ég vorkenni honum. Davíð hundfúll og segir að hann eigi að vera í Danmörku. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að Davíð reki Ólaf af stað til Köben, reyni það allavega. Ég er svo hneykslaður á Davíð og félögum og öllu því sem að þeir eru búnir að standa fyrir upp á síðkastið. Ég á erfitt með að verða ekki bilaður þegar að ég sé Björn B í sjónvarpinu, það sem að hann er búin að komast upp með er hreinlega stórkostlegt. Í öðrum löndum væru menn búnir að segja af sér og sennilega skammast sín einnig. Ég vona bara að fólk verði ekki búið að gleyma þessu öllu þegar að það fer að kjörborðinu næst. Ég vill að stjórnarandstaðan taki við landinu og Sjálfsstæðisflokkurinn við borginni.
Rétt í þessu var Steingrímur J að kalla Davíð gungu og druslu á þinginu. Ég hef varla heyrt Steingrím jafn æstan, og ekki finnst mér það skrýtið.
Ég þarf líklega að fara að endurskoða hvað það þarf til þess að ég vilji ekki búa hérna lengur. Núna er sú lína dreginn við göng út í Vestmannaeyjar. Ef að það verður af einhverskonar gangnagerð út í þessar eyjar þá verð ég brjálaður. Það er miklu ódýrara að kaupa upp öll hús og annað þarna og færa fólkið upp á land. Ég verð að segja að það eiga bara að vera stórir kjarnar á norður og austurlandi. Það er ekki hægt að vera að eyða stórum fjárhæðum í einhverja tilrauna starfsemi til að byggð haldist á stöðum út á landi. Menn verða bara að bjarga sér sjálfir ef að þeir ætla að vera úti á landi og hætta að væla um að það sé ekkert gert fyrir þá. Menn væla um göng hér og þar og á meðan er ekki hægt að laga hættulegustu gatnamót á landinu sem að eru við Kringluna. Gjörsamlega óþolandi........

5/13/2004

Það er ekkert annað...

Jolly
You are Barbapapa! Pink-cheeked, helpful, and warm,
you are always lifting spirits up.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

5/12/2004

Búin í prófum.

Jæja kláraði síðasta prófið áðan og er að hreinsa upp í vinnunni. Staðan er sú að ég fór í þrjú próf og tvö gengu vel en Íslenskudraugurinn eltir mig alltaf. Ég er ekki viss hvort að ég náði því...
Er búin að vera svo stressaður og vitlaus að það er ekki fyndið. Taugaveiklun í gangi og ég hrekk við reglulega og held að hjartað sé að gefa sig. Síðasta prófið var í heimspeki þannig að ég er nett ruglaður. Ég hugsa og þess vegna er ég til og framvegis.
Það að vera búin í skólanum er eins og að vera komin í frí þó að það sé brjálað að gera í vinnu. Núna get ég farið að sinna Hjördísi, spilamennsku, garðinum, bílnum, hreyfingu og að rasskella Frikka í Billiard. Ég vildi bara biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft tíma til að blogga en nú er það komið í gang.......

Verðum í bandi elsku vinir.........

5/09/2004

_______________________

Laumast til að blogga aðeins sökum þess að í dag er sunnudagur (heimskuleg ástæða). Það hefur gengið fínt að læra og framleiðni fín á hvern hektara efnis sem að ég hef skrifað niður. Ég verð ekki að vinna á morgun sökum lesturs og það er alveg hreint frábært, veitir ekki á smá fríi frá því. Ég og Hjördís elduðum pizzu í gær og höfðum það gott yfir sjónvarpinu. Auðvitað horfðum við á þáttinn um söngvakeppnina og sigtuðum út hverjir væru líklegir sigurvegarar. Svíðjóð koma sterkir inn eins og venjulega og maður verður að halda með þeim eins og Íslendingum þó svo að ég sé ekki sáttur með framlag okkar þetta árið. Kannski skorar fram- eða upphandleggsvöðvinn á Jónsa einhver stig. Jæja það er best að sökkva sér aftur í lestur.........

5/07/2004

Tóma tunnan...........

Þetta gengur ekki, ég ætla ekki að vera skorpubloggari. Eitt próf búið og það gekk fínt. Það eru því tvö eftir og það verður legið í bókum um helgina. Það hefur verið kalt hérna í RVK síðustu daga og það er ágætt til próflesturs. Það er ekkert gaman að sitja og lesa um heimspekinga og skáld í góðu veðri. Það er föstudagur í dag og það er fínt, ég get þá hætt að vinna á mannlegum tíma og snúið mér að því að hafa það gott. Ég var að spá í því í gærkvöldi að ég hef varla fylgst með fréttum eða talað við fólk utan vinnu. Þetta gerir það að verkum að maður er eins og tóm tunna. Maður er orðin háður því að vera í samskiptum við hugsandi fólk með húmor. Ég vill ekki vera tóm tunna sem er með botnfylli af upplýsingum um vinnutengd málefni. Svo verð ég að fara að blogga meira og kommenta eitthvað, alltof lélegur í því þessa daganna þó svo að ég fari alltaf blogghringinn.

5/03/2004

Þetta er snilld.....................................................
Molar,,

Er að vinna og lesa fyrir próf. Það hefur nákvæmlega ekkert gerst nema það að ég og Hjördís fórum í mat til Óla IT og Stínu á laugardaginn. Það var rosalega fínt og við vörum þar til miðnættis. Sá að ég hafði missed call á símanum þegar að ég kom heim og það var úr vinnunni. Þufti að hringja þangað og þaðan komu vangaveltur sem að héldu mér vakandi langt fram eftir nóttu. Sunnudagur var svo próflestur og geisp. Ég er að reyna að halda viðhorfum í lagi en ég er djöfulli þreyttur þessa daganna.