5/09/2004

_______________________

Laumast til að blogga aðeins sökum þess að í dag er sunnudagur (heimskuleg ástæða). Það hefur gengið fínt að læra og framleiðni fín á hvern hektara efnis sem að ég hef skrifað niður. Ég verð ekki að vinna á morgun sökum lesturs og það er alveg hreint frábært, veitir ekki á smá fríi frá því. Ég og Hjördís elduðum pizzu í gær og höfðum það gott yfir sjónvarpinu. Auðvitað horfðum við á þáttinn um söngvakeppnina og sigtuðum út hverjir væru líklegir sigurvegarar. Svíðjóð koma sterkir inn eins og venjulega og maður verður að halda með þeim eins og Íslendingum þó svo að ég sé ekki sáttur með framlag okkar þetta árið. Kannski skorar fram- eða upphandleggsvöðvinn á Jónsa einhver stig. Jæja það er best að sökkva sér aftur í lestur.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home