5/12/2004

Búin í prófum.

Jæja kláraði síðasta prófið áðan og er að hreinsa upp í vinnunni. Staðan er sú að ég fór í þrjú próf og tvö gengu vel en Íslenskudraugurinn eltir mig alltaf. Ég er ekki viss hvort að ég náði því...
Er búin að vera svo stressaður og vitlaus að það er ekki fyndið. Taugaveiklun í gangi og ég hrekk við reglulega og held að hjartað sé að gefa sig. Síðasta prófið var í heimspeki þannig að ég er nett ruglaður. Ég hugsa og þess vegna er ég til og framvegis.
Það að vera búin í skólanum er eins og að vera komin í frí þó að það sé brjálað að gera í vinnu. Núna get ég farið að sinna Hjördísi, spilamennsku, garðinum, bílnum, hreyfingu og að rasskella Frikka í Billiard. Ég vildi bara biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft tíma til að blogga en nú er það komið í gang.......

Verðum í bandi elsku vinir.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home