5/14/2004

Ísland - Svíþjóð 2-14

Það er 14. maí sagði Óli Palli áðan. Ég er svo sáttur við að það sé komið sumar. Fyrir ári síðan var maður í Sverige í hita og sól og þá var farið að styttast í heimför til Íslands. Ég þarf að fara að heyra í Stjóna félaga í Sverige, það eru vikur síðan að ég heyrði í honum. Ég væri til í að skreppa eina langa helgi og faðma Stokkhólm aðeins. Ég fæ stundum svakaleg saknaðarköst og vill bara fara þangað aftur.
Það er einhver kall að laga næsta hús við mig í Mávahlíðinni og ég var að spjalla við hann. Hann sagði að svíar væru svo leiðinlegir og þá spurði ég hann hvar hann hefði verið í Svíþjóð. Hann sagðist hafa verið að vinna í Malmö í gamla daga. Það hefur greinilega einhver hópur af Íslendingum farið til Svíþjóðar í gamla daga til að reyna að hefja nýtt líf og í flestum tilvikum hefur það greinilega ekki gengið.
Ef að svíarnir í skipasmíðastöðinni í Malmö voru leiðinlegir fyrir 30 árum þá þýðir það ekki að það sé algild regla í dag. Þetta hefur orðið til þess að fullt af fólki dregur upp leiðinlega mynd af svíum og ég þoli það ekki. Flestir sem að hafa farið til Sverige virðast annað hvort hafa verið í Malmö eða Gautaborg. Ég verð að segja að Malmö er ekkert sérstök og ekki Gautaborg heldur, Stokkhólmur er hinnsvegar ein af fallegustu borgum sem að ég hef komið til. Ég hef skoðað þær margar þannig að ég hef aðeins um þetta að segja. Svíar eru nokkuð öruggir með sig en þeir mega það líka vegna þess að þeir eru skipulagðir og vita hvernig þeir vilja hafa hlutina. Það borgar sig ekki að draga upp mynd af einhverju landi út frá því hvernig það gekk að verða ríkur þar. Jón Hreggviðsson var ekki einu sinni með þessar hugmyndir.
Svíþjóð mun vinna Evróvision á morgun samkvæmt minni spá.....

Heja Sverige........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home