5/28/2004

Afmæli

Gærdagurinn var sem endalaus sykurmoli. Það rigndi yfir mig heillaóskum og það var frábært. Ég og Hjördís ákváðum að fara eitthvað og fá okkur að borða og við tókum barnið okkar með. Ég fann semsagt Gumma rétt áður en að haldið var af stað. Við fórum aftur á Galíleó sökum þess að það var svo einfalt. Þar sátum við og spjölluðum um tónlistar, kvikmynda, og tölvubransann.........Eftir það urðum við óróleg og fórum á Thorvaldsen og krössuðum í sófann þar. Þar var nútímalist tekinn fyrir og leituðum við svara við ýmsum vangaveltum sem að ekki er ráðlegt að fara útí hér. Þetta var alveg rosalega fínt nema hvað við vorum orðin rosalega þreytt undir miðnætti. Við skutluðum Gumma til Snorra Á og fórum heim og sofnuðum í dyrastafnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home