5/18/2004

Survivor Noregur

Ég var búin að koma mér í stellingar fyrir Survivor í gærkvöldi og síminn hringdi í byrjun þáttar. Það var Gummi Noregur að biðja mig að kíkja út með sér og ég snaraði mér út. Gummi er að taka upp heimildadæmi í kringum Snorra Forseta. Það verður þó twist í því og er ég ekkert að fara út í það nánar. Gummi var nokkuð ferskur og gaman var að spjalla um heima og geima meðan að einhver var að vinna milljón dali í sjónvarpinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home