5/14/2004

Forseta greyið..

Það er svo mikið í gangi hjá forsetanum að ég vorkenni honum. Davíð hundfúll og segir að hann eigi að vera í Danmörku. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að Davíð reki Ólaf af stað til Köben, reyni það allavega. Ég er svo hneykslaður á Davíð og félögum og öllu því sem að þeir eru búnir að standa fyrir upp á síðkastið. Ég á erfitt með að verða ekki bilaður þegar að ég sé Björn B í sjónvarpinu, það sem að hann er búin að komast upp með er hreinlega stórkostlegt. Í öðrum löndum væru menn búnir að segja af sér og sennilega skammast sín einnig. Ég vona bara að fólk verði ekki búið að gleyma þessu öllu þegar að það fer að kjörborðinu næst. Ég vill að stjórnarandstaðan taki við landinu og Sjálfsstæðisflokkurinn við borginni.
Rétt í þessu var Steingrímur J að kalla Davíð gungu og druslu á þinginu. Ég hef varla heyrt Steingrím jafn æstan, og ekki finnst mér það skrýtið.
Ég þarf líklega að fara að endurskoða hvað það þarf til þess að ég vilji ekki búa hérna lengur. Núna er sú lína dreginn við göng út í Vestmannaeyjar. Ef að það verður af einhverskonar gangnagerð út í þessar eyjar þá verð ég brjálaður. Það er miklu ódýrara að kaupa upp öll hús og annað þarna og færa fólkið upp á land. Ég verð að segja að það eiga bara að vera stórir kjarnar á norður og austurlandi. Það er ekki hægt að vera að eyða stórum fjárhæðum í einhverja tilrauna starfsemi til að byggð haldist á stöðum út á landi. Menn verða bara að bjarga sér sjálfir ef að þeir ætla að vera úti á landi og hætta að væla um að það sé ekkert gert fyrir þá. Menn væla um göng hér og þar og á meðan er ekki hægt að laga hættulegustu gatnamót á landinu sem að eru við Kringluna. Gjörsamlega óþolandi........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home