5/28/2004

Helgarfrííííííííí

Helgin framundan og þrír dagar sem að eru til ráðstöfunar. Það er ekki úr vegi að fara að hreyfa sig aðeins og koma sér í form. Það er stefnt á að fara í sjóinn á sunnudaginn en selurinn mældi hitastigið um daginn og það er ekki nema u.þ.b 8 gráður. Vinnufélagi minn gaf mér disk sem að hann brenndi ( sorrý Hjördís ) og á þessum disk eru margar plötur með afar miklu rokki. Þarna eru hljómsveitir eins og Mustasch sem að eru sænskir að sjálfsögðu, Dimmuborgir sem að eru frá Noregi, Clutch og fleiri bönd. Afar spennandi semsagt..
Það verður farið Til Stokkhólms um þarnæstu helgi og er ég orðin frekar spenntur að hitta félaga þar. Rölta úr lestinni inn á Vasagötu, stíma á Kungsgötu og liðast fyrir hornið inn á Appelbergsgötu og heilsa upp á vinnufélaga og félaga auk þess að knúsa kaffivélina og taka kófí Annan. Gargandi snilld. Ég trúi varla að þetta sé að fara að gerast. Ég lofa góðu veðri í Sverige og miklu stuði...................Um leið og ég skrifaði þetta argaði Johnny Rotten Holiday in the sun í útvarpinu og sólin blindaði skjáinn hjá mér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home