5/23/2004

Næstum þrítugur þrístökkvari á þríhjóli með happaþrennu.

Undarlegt að hugsa til þess að ég sé að verða 30 ára á næsta fimmtudag. Satt að segja er ég mjög ánægður með það. Bara til að hafa það skrifað þá er ég með skegg og lubba á hausnum, ég er ennþá 1,73 samkvæmt vegabréfi og 66,6 kg samkvæmt Halldóru vigt í laugadagslauginni. Ég giska á að þegar að ég verð 40 ára þá verði ég 1,72 snoðaður skegglabbi og 75,5 kg sökum þess að ég fæ kreppu og fer að lyfta eins og það sé eitthvað nauðsynlegt. 50 ára verð ég ennþá snoðaður en skegglaus sökum þess að það verður einfaldara að beamast milli landa ef að það er ekkert hár á manni. Ég verð kominn niður i 68 kg sökum þess að ég verð ötull þáttakandi í öllum maraþonum sem að ég kemst í. 70 ára ætla ég svo að detta í mikið íssát með Hjördísi út um allan heim. Hvað um það, það er best að byrja á því að ná því að komast á fertugsaldurinn....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home