5/30/2004

Glymur...í vöðvum..

Keypti bókina Hr. Alheimur eftir Hallgrím snilling. Ég er bara rétt byrjaður og hún lofar góðu. Auðvitað er töluð alheimska í stjórnarmiðstöðinni þar sem að öllu er stjórnað. Ég er þokkalega þreyttur eftir daginn. Það var byrjað á sjósundinu í dag og ég og Ásgrímur skelltum okkur af stað. Sjórinn er örugglega kominn í 10 gráður núna og við vorum í honum í tæplega korter. Það er ágætisbyrjun sökum þess að þetta er ekki alveg eins og að fara í sundlaugarnar. Ég og Hjördís fórum síðan að skoða Glym og það var þokkaleg ganga. Síðan renndum við rétt inn að Þingvöllum og teygðum úr okkur. Þetta var alveg rosalega góður dagur í alla staði og ég er dauðuppgefinn.
Í gær fór ég að taka til í garðinum og byrjaði á að slá grasið, síðan klippti ég illgresi í kringum tréin og setti síðan mosaeyði í garðinn. Þetta var bara gaman og ef að maður er með eitthvað gott í vasadiskóinu þá verður þetta tær snilld. Það er verið að fara skipta um þakrennur á húsinu þar sem að þær eru ónýtar. Ég held að ég hafi fundið góða iðnaðarmenn til að græja þetta fyrir ágætis pening. Það verður að fylgjast með húsinu þar sem að þetta er nú einu sinni fjárfesting sem að maður vill ekki að fari fjandans til.
Á morgun sé ég fyrir mér að það verði byrjað á heitum potti þar sem að ég finn að vöðvarnir eru að gera sig líklega til að öskra á mig á morgun..

MM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home