Við erum bara merkilega hress held ég. Frænkurnar komu í heimsókn á laugardaginn og litla var svo sátt við þetta allt saman.
Núna er sumarveður í Reykjavík og allir sáttir....
MAGNÚS RÚNAR MAGNÚSSON
Hérna er verið að ræða um mjólkurgjöfina.
Alveg steinsofandi þessi elska.
Það er langt síðan ég skrifaði síðast enda hefur verið í nógu að snúast. Hjördís var ein með litlu fimmtudag og föstudag þar sem ég fór í vinnu. Það var nóg að gera hjá henni allan tímann meðan þetta er allt saman að venjast. Næturnar hafa batnað og skiptum við gjöfunum á milli okkar og reynum við að hafa eitthvað kerfi á þessu. Það var skrýtið að fara vinna hálf ósofinn en þetta er ekkert rosalegt, Hjördís er að sofa minna en ég. Við erum að reyna gera okkar besta og erum oft pínu óörugg með þetta allt saman. Litlan er á 3 tíma drykkjarprógrammi þannig að þetta er frekar rútinerað núna en breytist þegar hún er orðin aðeins þyngri. Ég held að hún sé í kringum 3 kílóin núna en ljósmóðir kemur í heimsókn á morgun þannig að þá kemur í ljós hversu vel hún er að dafna. Maður sér samt stundum dagamun á henni þar sem kinnar eru að stækka og hún einfaldlega lítur betur út.
Lífið hefur breyst gríðarlega með tilkomu þessarar dúllu og við skemmtum okkur vel þó svo að við séum stundum pínu úfinn. Við erum ennþá ekki með heimsóknir í gangi þar sem ljósan sagði að við ættum að gefa okkur smá tíma hérna heima. Frekari upplýsingar um það koma líklega á næstu dögum.
Þetta er svona það helsta sem ég hef í fréttum núna en einnig erum við í svo miklum vandræðum með nafn á stelpuna þar sem nokkur koma til greina. Við erum alltaf að máta nöfnin og ég vona að hún muni þetta ekki því annars heldur hún að mörg nöfn séu á henni. Þetta kemur allt saman....
Næturbjallan er nýjasta fyrirbærið á heimilinu.
Hér sefur hún vært snúllanSörfað á netinu með litlu sér við hlið. Slakað á eftir yfir sjónvarpinu...
Það er nú smá síðan síðast. Vð þurftum að leggjast öll þrjú inn á spítalann í eina nótt. Ástæðan fyrir þessu var sú að litla snúllan var gjörsamlega uppgefin eftir að reyna að drekka í gegnum pelatúttur sem að voru ekki að skila nóg. Hún var orðin svo lengi að drekka að þetta var eitthvað skrýtið. Það var engill sem tók á móti okkur þarna um nóttina og hafði einu sinni unnið á vökudeild þannig að hún fattaði strax hvað málið var. Það vantaði einfaldlega betri túttur á pelana sem við höfðum keypt og litla greyið var búin að vera að berjast við að ná mjólkinni úr pelunum. Þessa nótt svaf hún eins og engill og við fengum í fyrsta skipti alvöru leiðbeiningar um það hvernig ætti að bera sig að við þetta. Síðasta nótt hérna heima var góð og greyið er farið að sofa vel og er samt ekki svona uppgefin eins og áður. Þetta er einfalt mál og við vissum ekki betur en þessir pelar væru í fína lagi.
Ég er alveg með það á hreinu að það hefði mátt fara betur í gegnum þetta mál með okkur þegar verið var að útskrifa dömuna, málið er bara það að þau voru svo mikið að flýta sér við þetta að ekkert var spáð í þetta. Konan sem tók á móti okkur vissi strax að þetta hefði ekki verið skoðað þegar okkur var hent út af vökudeildinni. Dúllan fór svo í venjubundna læknisskoðun í dag og læknirinn hennar sagði hana 150 % í lagi og hún er að þyngjast vel, ekki langt í 3 kílóin.
Ég hef talað vel um vökudeildina hingað til og sleppt öllu þvi sem betur má fara þar. Það er alveg klárt að þar sem unnið er á vöktum þar þá er allt of lítil samkipti á milli vaktanna og það sem var búið að ákveða á einni vakt er allt í einu búið að breytast þegar að næsta vakt kemur í hús. Þetta er mjög óþægilegt fyrir foreldra sem eru að reyna að halda sönsum með barnið sitt inniliggjandi á spítala. Þetta er bara eins og aðrir vinnustaðir þar sem eitthvað getur verið að í þeim ferlum sem vinna á eftir. Þegar að sondan var tekinn úr klemmu á föstudegi þá átti það að vera tilraun til að sjá hvort að hún kláraði sig á pelanum. Það gekk vel en ekki 100% þannig að spurning er hvort að of geyst hafi verið farið í þessu. Þetta skiptir ekki mái fyrir okkur núna þar sem hún er að klára sig vel núna en það gæti skipt máli fyrir einhverja aðra sem eiga kannski eftir að vera þarna á vökudeild með nýjan einstakling.
Ég er búinn að segja að þarna er fullt af góðu starfsfólki og sumir ættu meira að segja skilið að fá að kíkja til Ólafs Ragnars á gamlársdag og taka á móti orðu. Ég vildi bara benda á að þetta er ekki alveg 100%.
Núna erum við að skemmta okkur heima og hafa gaman að þessu öllu saman. Læknirinn hristi hausinn þegar að Klementína hafði sem hæst og svo brosti hann og sagði hana vera í góðum gír....það er kraftur í henni.........