1/17/2006

Fór út á meðal fólkssins í morgun þar sem ég tók strætó í vinnu. Það var einhver útópia að hlusta á doktorinn syngja Glæpur gegn ríkinu í Mp3 spilarann á Hlemmi fyrir klukkan átta á þriðjudagmorgni. Ég vildi óska þess að maður gæti stólað á þessa samgönguleið þannig að ekkert þyrfti að bíða og svoleiðis. Það er aldeilis fín slökun að sitja í risabíl og láta keyra sig um svona snemma morguns. Auðvitað er borgin ekki búin að moka neinar gönguleiðir nema í kringum ráðhúsið. Ég brasaði mig í gegnum skalfla og hló bara í frostinu og doktorinn hélt áfram að syngja “50 stunda vinnuvika milljón stunda vinnulíf….”…

Stubbulína lét heyra í sér í nótt og foreldrarnir blikkuðu hvort annað og reyndu að hugga krílið, gekk ekki mjög vel en maður er ágætur eftir tvo kaffi og 0,5 af diet kók, ekki má gleyma frostgöngunni heldur. Þetta er yndislegt, frétti að mæðgurnar í barnalandi hafi náð að dotta í morgun eftir að ég var farinn.

Er að fara setja inn myndir á næstu dögum…..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home