1/13/2006

Sælt veri fólkið. Við erum búin að opna á heimsóknir. "Reglurnar" sem við fengum frá lækninum hennar Klemmu og ungbarnaeftirlitinu eru þessar: Fullorðnir og stálpuð börn mega koma í heimsókn sem lengi sem ekki er um neins konar sýkingar að ræða, svo sem kvef eða hálsbólgu. Ekki má vera minnsti vottur af slíku, enda getur nefrennsli í stálpuðu barni orðið að hættulegum veikindum hjá Klemmu. Þá er alveg bannað að "kyssa stelpuna 40 sinnum á sitt hvora kinnina", eins og Hörður læknir orðaði það. Börn á leikskólaaldri fá ekki að koma í heimsókn fyrr en í sumar. Þannig er nú það, mun frjálslegra en við bjuggumst við og það er léttir að horfa ekki fram á hálfgerða einangrun næstu mánuði. Já, eitt að lokum, það verða allir sem koma inn í húsið að byrja á að þvo sér um hendurnar, eða fá hjá okkur sótthreinsandi gel. Það er margoft búið að ítreka þetta við okkur af vökudeildinni og ungbarnaeftirlitinu, þannig að það verður engin miskunn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home