Allt gengur vel og helgin hefur verið fín. Við höfum verið að gera hreint og hafa það eins gott og hægt er. Snúllan litla er búin að vera góð um helgina þó svo að nokkrar rokur hafi komið inn á milli. Það er ekkert alltaf gaman þegar að risarnir eru að bögglast með mann og henda manni í bað og svoleiðis. Pabbi og Kristjana komu í heimsókn í dag og kíktu á litlu. Litla var afar sátt við þessa heimsókn og brosti óvenju mikið af þessu öllu saman, sennilega ánægð að heyra í einhverjum öðrum en mömmu og pabba sínum.
Á morgun kemur ljósan í heimsókn og athugar hvort að allt sé ekki í góðu, litla verður vigtuð og svoleiðis. Það verður gaman að sjá hvað hún er þung í dag. Það er ekki alveg hægt að átta sig á þessu þegar maður er alltaf með hana fyrir framan augun. Hún er þó farinn að taka þokkalega á handlegginn þegar labbað er með hana um íbúðina. Það verður komið Stjána bláa look á upphandleggi seinna á árinu giska ég.
Á morgun kemur ljósan í heimsókn og athugar hvort að allt sé ekki í góðu, litla verður vigtuð og svoleiðis. Það verður gaman að sjá hvað hún er þung í dag. Það er ekki alveg hægt að átta sig á þessu þegar maður er alltaf með hana fyrir framan augun. Hún er þó farinn að taka þokkalega á handlegginn þegar labbað er með hana um íbúðina. Það verður komið Stjána bláa look á upphandleggi seinna á árinu giska ég.
2 Comments:
Þú verður endilega að fara að koma og kíkja á dömuna. Er kvefið ekki farið? H&M&K
Alltaf gaman ad skoda tha stuttu... ja og ykkur eldri borgarana svo sem lika:)! Hun er ordin voda mannaleg ad sja.
Gangi ykkur afram vel!
Bkv. Erna.
Skrifa ummæli
<< Home