1/08/2006

Litlan að hugsa málið.

Dúllurnar.


Hérna er verið að ræða um mjólkurgjöfina.


Alveg steinsofandi þessi elska.


Sekúndum fyrir drekkutíma.

Það er langt síðan ég skrifaði síðast enda hefur verið í nógu að snúast. Hjördís var ein með litlu fimmtudag og föstudag þar sem ég fór í vinnu. Það var nóg að gera hjá henni allan tímann meðan þetta er allt saman að venjast. Næturnar hafa batnað og skiptum við gjöfunum á milli okkar og reynum við að hafa eitthvað kerfi á þessu. Það var skrýtið að fara vinna hálf ósofinn en þetta er ekkert rosalegt, Hjördís er að sofa minna en ég. Við erum að reyna gera okkar besta og erum oft pínu óörugg með þetta allt saman. Litlan er á 3 tíma drykkjarprógrammi þannig að þetta er frekar rútinerað núna en breytist þegar hún er orðin aðeins þyngri. Ég held að hún sé í kringum 3 kílóin núna en ljósmóðir kemur í heimsókn á morgun þannig að þá kemur í ljós hversu vel hún er að dafna. Maður sér samt stundum dagamun á henni þar sem kinnar eru að stækka og hún einfaldlega lítur betur út.
Lífið hefur breyst gríðarlega með tilkomu þessarar dúllu og við skemmtum okkur vel þó svo að við séum stundum pínu úfinn. Við erum ennþá ekki með heimsóknir í gangi þar sem ljósan sagði að við ættum að gefa okkur smá tíma hérna heima. Frekari upplýsingar um það koma líklega á næstu dögum.
Þetta er svona það helsta sem ég hef í fréttum núna en einnig erum við í svo miklum vandræðum með nafn á stelpuna þar sem nokkur koma til greina. Við erum alltaf að máta nöfnin og ég vona að hún muni þetta ekki því annars heldur hún að mörg nöfn séu á henni. Þetta kemur allt saman....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hún greinilega blómstrar, gaman að sjá. Gleðilegt ár, kveðja Eva Laufey. ps hélt að hún ætti að heita Klementína!

16:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár! Klementína hefur svo sem aldrei verið útilokað, en í raun er þetta bara bumbunafnið hennar. Sjáum til!!! Hjördís

16:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, gleðilegt ár gott fólk! Hún er alveg rosalega sæt og fín - held að ég sé búin að segja það 100 sinnum og á eftir að segja það 10.000 sinnum í viðbót;)

kveðja,
Ógga.

16:15  

Skrifa ummæli

<< Home