Búið að vera í nógu að snúast. Opel var kvaddur með söknuði fyrir helgi þar sem hann fór til Opel safnara í Keflavík. Hann er eini maðurinn sem getur haldið bílnum gangandi áfram þannig að ekki var annað hægt en að láta hann hafa bílinn. Í staðinn er kominn Nissan Terrano 2001 jeppi, mjög fínn bíll sem ætti að koma okkur lengra inn á hálendið þegar við förum að fara með Klementínu og tjaldið af stað. Helgin gekk fínt og ég fékk að kynnast því að dóttir mín stjórnar þessu heimili, aðfaranótt sunnudags var svona merkilega góð þar sem ég ætlaði að gefa henni að drekka og leggja hana í rúmið sitt, nei það var ekki svo einfalt. 2 kúkableiur og fataskipti í einni gjöf og svo var ekki farið að sofa... yndileg snúlla.....
Við erum bara merkilega hress held ég. Frænkurnar komu í heimsókn á laugardaginn og litla var svo sátt við þetta allt saman.
Núna er sumarveður í Reykjavík og allir sáttir....
Við erum bara merkilega hress held ég. Frænkurnar komu í heimsókn á laugardaginn og litla var svo sátt við þetta allt saman.
Núna er sumarveður í Reykjavík og allir sáttir....
5 Comments:
bara komin á almennilegan bíl.
kv frá jeppafrænkunni Höllu
hahha já það vill svo vel til að við þurftum að herma :)
Til hamingju með nýja bílinn!!! Finnst nú samt hálfskrítið að gamli Opelinn sé búin að yfirgefa fjölskylduna. Mig hefur hrjáð löng og leiðinleg flensa en þegar ég er orðin örugg um að bera engar örverur með mér er hætt við að Klemma fái ekki meiri frið fyrir einni frænkunni enn. Þyngdartölurnar eru alveg hreint frábærar. Eigið þið nokkuð til lengdartölur líka? Kveðja, Harpa
Sko þetta var eina leiðin til að halda Opel á lífi, því skal ég lofa ykkur.. Hann mun bruna um götur ´Keflavíkur í sumar. Það koma lengdartölur á föstudag þar sem hún fer í vitjun, það verður spennandi..
Bíð spennt eftir nýjustu tölum. Kv. Harpa
Skrifa ummæli
<< Home