10/31/2006

Til að byrja með elska ég klippinguna mína þangað til ég reyni að greiða mér. Kannast einhver við það. Hef verið nokkuð nálægt því að raka hárið af eftir sturtu, þetta er sennilega nikótínið sem er að fara með mig.
Var að ganga frá rúmmetra af þvotti þar sem litlu fötin hennar Bríetar blönduðust saman við stóru ( haha ) fötin okkar. Mér datt í hug þar sem ég á svolítið mikið af svörtum bolum hvernig stæði á því að engin svört föt eru í búnkanum hennar Bríetar. Er eitthvað sem ég veit ekki af í þessu sambandi, má ekki klæða lítil börn í svört föt. Man ekki eftir að hafa séð svartar samfellur, gammó eða neitt svoleiðis. Kannski á þetta bara að vera svona, skrýtið. Bríet vill ekki vera í svörtum Entombed bol strax en ég get samt hlegið af þessu.
Annars gott að vera í orlofi, ekki allir sem geta dundað í sturtu og sett á sig lotion klukkan 10 á þriðjudagmorgni.
Hló frekar mikið þegar Bubbi var tekinn í gær og ekki síður þegar Auddi var sjálfur tekinn í Kastljósi, þetta er húmor sem ég hef gaman af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home