Það er snilld að Hjördís er farinn að blogga aftur. Ég vona innilega að Frikki hafi verið byrjaður á að fúaverja girðinguna sem hann hefur verið að smíða síðustu vikur. Það er nefnilega rigning dauðans í RVK núna og sennilega verða ófúavarðar girðingar eins og bátar eftir þetta úrhelli. Getur einhver sagt mér hvað rafmagnsreikningarnir í ljósabúðunum í Skipholti eru háir, og hvort að þeir hafi eitthvað breyst eftir að nýju raforkulögin voru sett á. Heyrði að menn í þvottabusiness séu farnir í olíuna aftur eftir að þetta breyttist, þetta á ekki við hann Óskar...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home