3/22/2006

Það er klárt að ég fer með Hjördísi og Bríeti í tvær vikur til Lanzarote í sumar, ætlaði ekki með fyrst en svo ákvað ég að vera eina viku en nú er það staðfest að ég verð í tvær vikur. Það er ekkert nema gott að slaka aðeins á þarna úti og njóta sín í hitanum. Vonandi fílar Bríet þetta og reyndar trúi ég ekki öðru en að þetta sé betra en að vera í gaddinum hér. Nei annars er þetta fínt veður sem við erum í hérna. Skilst að allir komi með hor í nös frá Köben þar sem svo kalt hafi verið þar upp á síðkastið.
Nóg er að gera núna og allir kennarar eru að setja próf á okkur núna, maður verður að hafa sig allan við núna. Ég setti langan pistil á síðu Bríetar í gær og endurtek að ég er í skýjunum með nafnið sem stúlkan fékk. Hún stóð sig svo vel í skírninni og var afar góð. Horfði mikið út um gluggann og hvað hún var að hugsa veit ég ekki en hún fílaði greinilega ágætlega að vera í kirkjunni sinni.
Annars allt í rosagóðum gír......... sá reyndar að fuglaflensa hefur greinst á Gazasvæðinu,

3/13/2006

Jæja enn önnur helgi í valnum og littla stækkar stöðugt. Maður getur ekki annað en brosað þegar maður dettur út á morgnanna og litlan malar bara hjá mömmu sinni.
Ég er að mastera nýja Cardigans diskinn núna og kem með helstu niðurstöður bráðlega, fyrstu hlustanir benda til þess að svaka stykki sé á ferðinni. Það er samt gaman að heyra alvöru tónlist eftir að maður hefur verið að hlusta á Idolið síðustu vikur. Nina er klárlega með betri söngkonum á senunni núna.

3/10/2006



Til að ljúka við brandarann minn þá er þetta nýjasta hugmynd mín til að svala löngun fólks til að rúnta inn í fjallinu......

Góða helgi....

3/09/2006

Af iðustraumum og landreki, Klementína hélt þrusuræðu þegar ég var að fá mér morgunmat í morgun, veit ekki alveg um hvað málið snérist en sennilega hefur hún verið að tala um drauma sína enn og aftur. Nú styttist rosalega í að hún fái nafnið sitt eins og ég hef sagt áður. Það verður rosalega gaman fyrir hana að fá nafnið sitt í bækur svo að þetta sé ekki bara Stúlka Magnúsdóttir. Hvað á hún að heita er eitthvað sem ég er búinn að heyra nokkrum sinnum síðustu vikur. Já hvað á Klementína að heita er maður spurður, já það verður gaman að segja hvað Klementína á að heita.
Hef nú oft verið að ranghvolfa augum yfir pælingum um jarðgöng til Eyja en verð meira tileygður þegar minnst er á göng í gegnum Vaðlaheiði. Þarf Ísland að líta út eins og blokkflauta á sterum. Afhverju er ekki nóg að hafa þennan fína veg um Víkurskarðið í ljósi þess að það er alltaf að verða minna um að snjór leggist á þetta fína land okkar. Það er áætlað að þetta kosti bara 4,4 milljarða og á ríkið að snarhenda 500 milljónum svona í smá stofnframlag en lágmark sem á að koma frá ríkinu er 1.500 milljónir. Einnig var ég að reyna finna út hvað þetta stytti leiðina en það stendur ekkert um það en minnir mig að ég hafi heyrt í fréttum að þetta stytti leiðina um 16 km sem er ekkert til að tala um. Það er sennilega hægt að lýsa því fyrir mér hversu mikil snilld og fínerí þetta er en þegar öllu er á botninn hvolft þá kostar þetta peninga og samkvæmt þessu þá koma þeir að hluta til frá sköttunum mínum og ég vill frekar sjá þessa peninga fara í eitthvað annað en gæluverkefni einhverra góðra manna fyrir norðan. Ef þetta er svona undursamlega hagkvæmt þá er best að þeir hinir sömu taki aðeins hærra lán og fá þá mikinn og góðan arð þegar frammí sækir. Þá hef ég blásið út um það mál í bili.
Þarf að fara kaupa mér einhverja tónlist. Eins og ég auglýsti mikið að Cardigans væri að gefa út plötu þá hef ég ekki enn keypt hana. Ég hef verið að spara hana til betri tíma, fann samt í gær að ég var að leyta af einhverju til að hlusta á í bílnum og það var ekkert sem heillaði mig rosalega í diskasafninu. Af þeim sökum verð ég að koma við í diskaverslun á næstunni. Setti nýja Coldplay í spilarann í dag og er sú plata fín en hún er ekki að gera nóg fyrir mig. Vel pródúseruð og ágætislög en, en , en það vantar eitthvað...hef verið að hlusta á gömlu plötu Blind Melon sem heitir Soup, algjör snilldarplata sem kemur mér í stuð á hverjum morgni.

Það er ekki mikið sem maður hefur horft á sjónvarpið upp á síðkastið, það er einna helst 24 og Lost sem hefur fangað athygli mína. Það er nett andskotans spenna í 24 sem gerir það að verkum að til væri maður í seríuna á DVD og hella sér yfir hana. Vel gerðir þættir en helsta athugasemdin sem maður hefur er hversu lítill karakter forseti Bandaríkjanna er í þættinum en það kemur kannski ekki á óvart miðað við að þetta er gert nokkuð raunverulegt.

Það er snjór í Esjunni og ég þurfti að setja í 4x4 þegar ég fór til tannsa einn daginn í vikunni. Það var semsagt hálka þegar maður kom í efri byggðir nálægt Smáralindinni. Það er fyndið ef maður þarf að taka tillit til veðurfars á mismunandi svæðum í höfuðborginni með tilliti til þess hvar maður vill búa í framtíðinni. Það er ekkert launungamál að við verðum á næstu misserum að spá í því að stækka við okkur. Það er ekki hægt að hafa Klementínu í hjónaherberginu fram á fermingu. Hjónaherbergi, alltaf er bara talað um svefnherbergi heima hjá mér. Kannski af því að það er bara eitt herbergi til að sofa í fyrir utan stofuna. Hef ekki spáð í þessu áður, á maður að fara tala um hjónahergbergið eða svefnherbergið eða herbergið okkar og svo herbergið hennar Klementínu. Svo herbergið fyrir Peugeot og herbergið fyrir þvottinn...
Vonandi dettum við um skemmtilega eign einhverntímann þó svo að erfitt verði að fara úr Mávahlíðinni þar sem yndislegt er að búa þar.

3/02/2006

Ef eitthvað í sjónvarpinu nýlega hefur valdið mér kjánahrolli þá gerðist það í gær, bein útsending frá Kaffi Krús á Húsavík þar sem fólk beið eftir fréttum frá Bandaríkjunum um hvort skoða ætti að byggja álver í nágrenni Húsavíkur. Það eru skráðir 2.373 íbúar á staðnum og gerir það 16% af fjöldanum sem býr í 101 Reykjavík. Hvað um það.... bladibíbla

Fór í göngutúr í hádeginu í góða veðrinu og naut mín vel, gott að labba einn á þessum tíma til að blása aðeins út í veröldina. Kólesterolið í blóðinu var 4,93 klukkan ellefu í morgun sem er nokkuð gott miðað við að hafa gúffað í mig þremur kjúklingabitum, frönskum og hrásalati í gærkveldi. Ruglið í hausnum á mér var aðeins 2,35% í hádeginu sem er einnig nokkuð gott miðað við að vera á leiðinni í próf í kvöld. Ætla að reyna að lesa svolítið áður en ég dett inn í prófið. Framundan er skírn og páskar og svoleiðis, er ekki allt talið í því sem er framundan. Þetta er svona páskar, vor, sumar, sumarfrí, skólinn byrjar, haust, vetur, jól, áramót og þannig hefst hringurinn aftur. Er þetta kannski misjafnt hjá fólki, já hvað er framundan, jú það er sumarfríi á kanarí og svo framvegis. Svo eru það dansnámskeiðin í haust. Nei það er alltaf byrjað á líkamsrækt eftir jólamatinn, fram í 12 janúar þá er farið að spá í einhverju öðru. Nei þetta er nú bara smá pæling, ég skal hætta núna.....

Ótrúlegt en satt, ég fékk að smakka á hálftímagömlu páskaeggi áðan, þvílík sæla..

Hjördís hringdi og var á göngu í Nauthólsvík með Klementínu í góða veðrinu, það er nú önnur sælan..... frábært að geta keyrt um með snúlluna í vagninum....

3/01/2006

Aðalefni frétta er kannski heimsókn Bush til Afganistan og ránið á flatbökusendlinum á höfuðborgarsvæðinu, allsvakalegt að flatbakan sjálf var tekinn, ræninginn hefur verið bullandi svangur. Veðrið hefur verið ymdislegt síðustu daga þó að kalt hafi verið. Mætti haldast svona í einhvern tíma. Það má þó alveg koma snjór svona til tilbreytingar svo að ég geti sett í fjórhjóladrifið með bros á vör. Hjördís og Klementína hafa verið tíðir gestir í 101 Reykjavík síðustu daga. Það er partur af göngutúrnum að koma við á Laugaveg og Skólavörðustíg. Það eru ófáir klukkutímarnir sem Klemma hefur sofið á þessum göngutúrum. Það er kominn fyrsti Mars og styttist í að ég fari að taka við af henni Hjördísi þó svo að það verði 1. Júlí. Tíminn bara flýgur áfram og vorið á næsta leyti.
Klementína hefur verið að vakna á nóttinni og tékka á þolrifum foreldra sinna þó aðallega mömmu sinnar. Spurning hvað þetta test stendur lengi yfir hjá henni en vonandi endar það fljótlega þar sem fólk verður að fá að sofa pínulítið. Stefnir í vaktaskipti í vikunni þannig að við vinnum sennilega þessu baráttu þar sem Klemma getur ekki labbað milli herbergja til að vekja fólk,,, ennþá.