3/02/2006

Ef eitthvað í sjónvarpinu nýlega hefur valdið mér kjánahrolli þá gerðist það í gær, bein útsending frá Kaffi Krús á Húsavík þar sem fólk beið eftir fréttum frá Bandaríkjunum um hvort skoða ætti að byggja álver í nágrenni Húsavíkur. Það eru skráðir 2.373 íbúar á staðnum og gerir það 16% af fjöldanum sem býr í 101 Reykjavík. Hvað um það.... bladibíbla

Fór í göngutúr í hádeginu í góða veðrinu og naut mín vel, gott að labba einn á þessum tíma til að blása aðeins út í veröldina. Kólesterolið í blóðinu var 4,93 klukkan ellefu í morgun sem er nokkuð gott miðað við að hafa gúffað í mig þremur kjúklingabitum, frönskum og hrásalati í gærkveldi. Ruglið í hausnum á mér var aðeins 2,35% í hádeginu sem er einnig nokkuð gott miðað við að vera á leiðinni í próf í kvöld. Ætla að reyna að lesa svolítið áður en ég dett inn í prófið. Framundan er skírn og páskar og svoleiðis, er ekki allt talið í því sem er framundan. Þetta er svona páskar, vor, sumar, sumarfrí, skólinn byrjar, haust, vetur, jól, áramót og þannig hefst hringurinn aftur. Er þetta kannski misjafnt hjá fólki, já hvað er framundan, jú það er sumarfríi á kanarí og svo framvegis. Svo eru það dansnámskeiðin í haust. Nei það er alltaf byrjað á líkamsrækt eftir jólamatinn, fram í 12 janúar þá er farið að spá í einhverju öðru. Nei þetta er nú bara smá pæling, ég skal hætta núna.....

Ótrúlegt en satt, ég fékk að smakka á hálftímagömlu páskaeggi áðan, þvílík sæla..

Hjördís hringdi og var á göngu í Nauthólsvík með Klementínu í góða veðrinu, það er nú önnur sælan..... frábært að geta keyrt um með snúlluna í vagninum....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home